Page 1 of 1

Vínbarinn kl. 17.30 - föstudaginn 21. ágúst

Posted: 21. Aug 2009 13:22
by halldor
Sælir

Ég og einhverjir fleiri (vonandi) ætlum að fá okkur Skjálfta af krana á Vínbarnum eftir vinnu í dag, kl. 17.30.

Ég vil hvetja sem flesta til að láta sjá sig á þessum mjög svo óformlega Fágunarhittingi.

Re: Vínbarinn kl. 17.30 - föstudaginn 21. ágúst

Posted: 21. Aug 2009 13:53
by Hjalti
Ekki ólíklegt að ég kíki með ykkur eftir vinnu!

Ekkki 100% samt vegna þess að það er smá bjór í vinnuni líka :)

Re: Vínbarinn kl. 17.30 - föstudaginn 21. ágúst

Posted: 21. Aug 2009 14:20
by Eyvindur
Æ, mér þætti mjög gaman að kíkja, en kemst því miður ekki. Ég er að skemmta í brúðkaupi á morgun og þarf að undirbúa mig svakalega. Skemmtið ykkur vel.

Re: Vínbarinn kl. 17.30 - föstudaginn 21. ágúst

Posted: 21. Aug 2009 17:43
by Andri
blurgh, maður á ekki krónu aukalega. fór allt í bílinn núna og íbúðina :P
Oftast fer peningurinn ekki í rugl, oftast fer hann í bjór og kerlingar

Re: Vínbarinn kl. 17.30 - föstudaginn 21. ágúst

Posted: 21. Aug 2009 18:53
by Hjalti
Festist á fundi og komst ekki, mig langar í REVIEW!!!!!

Hvernig er hann á krana :) Hverniig glösum var hann í?

Re: Vínbarinn kl. 17.30 - föstudaginn 21. ágúst

Posted: 21. Aug 2009 19:00
by halldor
Hann var einkar góður á krana og var borinn fram í fallegum pint stærðar glösum sem eru svipuð í laginu og stóru Stellu glösin, s.s. á miðlungsháum fæti.

Mér finnst að við ættum að hafa það sem mánaðarlegan viðburð að hittast á Vínbarnum. Til dæmis eftir vinnu síðasta föstudag í mánuði :) Það þarf ekkert að vera formlegur fundur. Ég myndi allavega mæta alltaf :)