Kútasetup fyrir útilegur

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Kútasetup fyrir útilegur

Post by gm- »

Ekki beint smíði hér á ferð, frekar samsetning. Setti þetta saman fyrir sumarið svo ég gæti tekið kúta af bjór með mér í útilegur, sumarbústaði og slíkt. Þetta þurfti að vera frekar handhægt þar sem ég fór 3x á stað sem maður kemst einungis að á canoe, svo allt setupið þurfti að passa í canóinn, og svo þurfti ég einu sinni að fara smá spotta að tjaldsvæði á fjórhjóli. Núna þegar það er tekið að hausta þá hef ég einning tekið setupið með í partí 2x við mikla lukku.

Hér er það sem ég setti saman:
1x 2.5 gal (10 lítra) kútur
1x Ball lock MFL gastengi
1x Picnic tap, bjórlína og tengi
1x 5 gal drykkjakælibox frá home depot
1x Kútacharger. Þetta er lítið stykki sem fæst á amazon t.d. og notar lítil kolsýruhylki fyrir loftbyssur (held að rjómasprautuhylki virka líka)
Image

Hér er kútachargerinn, ég kolsýri venjulega bjórinn í keezernum mínum eða nota priming sykur, svo að chargerinn þurfi bara að sjá um að koma bjórnum í glas.
Image

Hér er þetta allt samansett, nóg pláss fyrir stóran poka af klökum bæði undir og ofaná kútnum. Þannig helst bjórinn kaldur í 2-3 daga, jafnvel á heitum dögum.
Image

Alls kostaði þetta um $120 eða um 15 þús kr, en það að drekka sinn eiginn eðalbjór í útilegu er priceless :skal:
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Kútasetup fyrir útilegur

Post by bergrisi »

Virkilega flott.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kútasetup fyrir útilegur

Post by hrafnkell »

gm- wrote: 1x Kútacharger. Þetta er lítið stykki sem fæst á amazon t.d. og notar lítil kolsýruhylki fyrir loftbyssur (held að rjómasprautuhylki virka líka)
Þetta er snilld. Ég er einmitt með svona charger, en það virðist vera með öllu ómögulegt að fá hylki í þetta hér í klakalandi. Þetta er stærra en rjómasprautuhylki. Hef ekki notað minn charger í um ár útaf hylkavöntun. Rætist þó líklega úr því á næstu mánuðum þar sem ég ætla að flyja þetta inn bara.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Kútasetup fyrir útilegur

Post by Eyvindur »

Eru þetta öðruvísi hylki en í svona sódavatnsbrúsa?

Helvítis kanar, geta aldrei fylgt neinum stöðlum.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Kútasetup fyrir útilegur

Post by gm- »

hrafnkell wrote:
gm- wrote: 1x Kútacharger. Þetta er lítið stykki sem fæst á amazon t.d. og notar lítil kolsýruhylki fyrir loftbyssur (held að rjómasprautuhylki virka líka)
Þetta er snilld. Ég er einmitt með svona charger, en það virðist vera með öllu ómögulegt að fá hylki í þetta hér í klakalandi. Þetta er stærra en rjómasprautuhylki. Hef ekki notað minn charger í um ár útaf hylkavöntun. Rætist þó líklega úr því á næstu mánuðum þar sem ég ætla að flyja þetta inn bara.
Grunaði að þetta væri stærra en rjómahylkin, vesen að þetta fæst ekki á klakanum. Engin hjólabúð flutt þetta inn? Hef séð þetta notað í græjur til að laga sprungið dekk
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kútasetup fyrir útilegur

Post by hrafnkell »

Þetta er reyndar snittað, en gæti gengið:
http://orninn.is/Vorur/Aukahlutir/Pumpu ... lki_16gr./" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.tri.is/cube/vorur/?f=58" onclick="window.open(this.href);return false;
JoiEiriks
Villigerill
Posts: 18
Joined: 14. Apr 2013 03:01

Re: Kútasetup fyrir útilegur

Post by JoiEiriks »

Ég fer mikið í útilegur og gæti alveg hugsað mér að koma upp svona græjum, big like !

Kk // JE
Jóhann Eiríksson

Ölkelda brugghús.


Í gerjun: Citra IPA
Á flöskum: Citra IPA, English Bitter, Dry Stout, Belgian Strong Ale
Á kútum: kaupa keg system
Framundan: Dubbel, Saison
Post Reply