Oktoberfest Fágunar

Upplýsingar um viðburði og tilkynningar frá stjórn Fágunar
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Oktoberfest Fágunar

Post by Hjalti »

Mig langar rosalega til að Fágun haldi Oktoberfest og að allir reyni að búa eithvað til fyrir svoleiðis hitting og að við legjum sal og fjölmennum með Mökum og vinum og smökkum hjá hvoröðrum eithvað sem við byrjum að gerja núna :)

Hvernig hljómar þetta?

Spurning hvort einhverjum langi til að hjálpa mér að skipuleggja þetta?

Endilega sendið á mig ef þið hafið áhuga á að hafa samband í tengslum við þetta.

hjalti (hjá) hjalti (.) se
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Oli »

Góð hugmynd! Evran er of dýr til að fara á alvöru hátíðina í ár.

Ein Prosit, ein Prosit
Der Gemütlichkeit :beer:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by ulfar »

Já þetta er góð hugmynd
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by halldor »

Já fín hugmynd... en ég veit ekki með mökin :shock:
Hjalti wrote:Mig langar rosalega til að Fágun haldi Oktoberfest og að allir reyni að búa eithvað til fyrir svoleiðis hitting og að við legjum sal og fjölmennum með Mökum og vinum og smökkum hjá hvoröðrum eithvað sem við byrjum að gerja núna :)
Hehehe... að öllu gríni slepptu þá er ég geggjað til í þetta :skal: og ætla að brugga geggjaðan bjór fyrir þetta
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Eyvindur »

Já, ég held að þetta gæti verið stórgaman. Eigum við að setja einhver mörk varðandi það hvað fólk bruggar? Þá á ég við einhverjar hugmyndir, þannig að við getum gert fjölmörg tilbrigði við svipaða stíla, eða eitthvað í þeim dúr, og svo borið saman? Bara hugmynd, sko...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by halldor »

Mér finnst að allir ættu að brugga sína útgáfu af Märzen
Plimmó Brugghús
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Eyvindur »

En er Märzen ekki lagerbjór? Fæstir hafa aðstöðu í slíkt.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Oli »

Eyvindur wrote:Já, ég held að þetta gæti verið stórgaman. Eigum við að setja einhver mörk varðandi það hvað fólk bruggar?
Er ekki betra að ákveða hvaða tegundir á að koma með í staðinn fyrir að setja kvóta á hvað menn brugga heima hjá sér :mrgreen:

öllu gríni slepptu þá er ég að fara leggja í marzen á næstunni, það tekur amk 6 vikur (hef ég lesið)að fá lagerinn góðann þannig að þeir sem hafa aðstöðu til þess ættu að leggja í sem fyrst.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Hjalti »

Held að takmarkanirnar ættu að vera sem minnstar fyrir svona hitting. Betra að fá bara góða mætingu og kanski loksins starta félaginnu fyrir alvöru sem almennilegt félag.

Ég er með tvo sali sem ég er að kanna verð með og svoleiðis en þeir taka ca. 30 manns og eru með litlum eldhúsum og svoleiðis.

Ef einhver hefur upplýsingar eða tengsl í svona mál þá má alveg láta mig vita þar sem að kostnaðurinn á að sjálfsögðu að vera eins lár og hægt er!
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by sigurdur »

Það má vera að ég geti fengið salinn hjá fyrirtækinu sem ég vinn hjá til þess að hýsa þetta ef við erum að hugsa um lágan start kostnað. Það myndi kosta lítið býst ég við.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Eyvindur »

Ég var nú ekki að tala um að hafa einhverjar ægilegar takmarkanir. Það sem ég var að reyna að koma frá mér var að við myndum setja fram einhverjar tillögur að stíl(um) fyrir fólk til að brugga og koma með, en að sjálfsögðu yrði aldrei bannað að koma með eitthvað annað. Fannst bara svolítið skemmtileg hugmynd að nokkrir (sem flestir, auðvitað, allt eftir áhuga, getu og vilja) gerðu eitthvað svipað og bæru svo saman. Skemmtileg leið til að undirstrika það hversu gríðarleg fjölbreytnin getur verið, jafnvel þótt viðmiðin séu þröng.

En eins og ég segi, bara hugmynd.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Oli »

Mér líst vel á það hafa einn stíl sem aðalnúmer, menn geta þá mætt með sína útgáfu af þeim stíl og borið saman, ekki vitlaus hugmynd. Þyrftum þá að velja stíl sem flestir hafa bruggað eða þann stíl sem hægt er að brugga með góðu móti þar til þetta smellur á.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Hjalti »

Mjög skemtileg hugmynd :) Getur m.a.s. verið að maður reyni þetta sem fyrsta AG bjórinn sinn svona til að smella sér í djúpu laugina til að byrja með :P
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Eyvindur »

Já, við getum bara haft þetta einfaldan og fjölhæfan stíl, eins og ljósöl (Pale Ale) eða jafnvel stout, þar sem það verður farið að hausta duglega. Þetta eru tveir stílar sem er mjög einfalt að brugga, erfitt að klúðra og bjóða upp á geysilega fjölbreytni. Þannig geta allir (sem vilja) mætt með bjór úr sama stíl, en allir verða þó gjörólíkir.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Korinna
Kraftagerill
Posts: 84
Joined: 7. May 2009 19:34
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Korinna »

Það væri frábært ef við gætum fengið sal svo að allir gætu komið með sinn bjór og við gætum kannski einnig komið með mat. Og ekki má gleyma tónlistinni :sing:
http://www.youtube.com/watch?v=3xa91QUR ... re=related
man does not live on beer alone
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Oli »

Er skipulagning farin í gang? Þarf ekki að setja 3ja manna nefnd í skipulagningu bara?:)
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Eyvindur »

Hljómar vel. Pant ekki ég (hef minna en engan tíma þessa dagana).
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by halldor »

Ég tilnefni Hjalta... þar sem hann startaði þessum þræði :)
Plimmó Brugghús
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Hjalti »

Ég tilnefni Halldór, hann tilnefndi mig
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Oli »

Þá eru komnir tveir tilnefndir :) Er ekki einhver einn í viðbót sem hefur tíma í þetta?
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Oli »

Ég tilnefni Idle/sigurð í þetta, hann er búinn að vera svo virkur á spjallinu síðan hann byrjaði :D
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Idle »

Oli wrote:Ég tilnefni Idle/sigurð í þetta, hann er búinn að vera svo virkur á spjallinu síðan hann byrjaði :D
Gerði ég eitthvað á þinn hlut? :shock:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Oli »

Idle wrote:
Oli wrote:Ég tilnefni Idle/sigurð í þetta, hann er búinn að vera svo virkur á spjallinu síðan hann byrjaði :D
Gerði ég eitthvað á þinn hlut? :shock:
Ég myndi bjóða fram krafta mína ef ég væri aðeins nær höfuðborgarsvæðinu :mrgreen:
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Hjalti »

Ég, Halldór og Idle eru þá settir í ráðið.

Hittingur á Vínbarnum yfir einum skjálfta annað kvöld?
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Oktoberfest Fágunar

Post by Idle »

Hjalti wrote:Ég, Halldór og Idle eru þá settir í ráðið.

Hittingur á Vínbarnum yfir einum skjálfta annað kvöld?
Maður fær augljóslega engu um eigin stöðu ráðið, svo ég er "in". En það er ekki vegna skipulagsins, heldur Skjálftans! :beer:
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
Post Reply