Grain Brain Pale Ale

Hér skal eingöngu skrá uppskriftir sem hafa verið prófaðar og gefið góða raun að mati bruggara, vina og/eða vandamanna. Nafn bjórstíls skal taka fram í titli þráðar. Dæmi: "Hvítur sloppur – Belgískur Hveitibjór"
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Grain Brain Pale Ale

Post by sigurdur »

Ég er að spá í fyrir mína fyrstu all-grain bruggun að hafa einfalda uppskrift sem að fæst nánast öll á íslandi.
Grain Brain Pale Ale
Recipe Grain Brain Pale Ale Style American Pale Ale
Brewer Sigurður Guðbrandsson Batch 25.00 L
All Grain
Recipe Characteristics
Recipe Gravity 1.052 OG Estimated FG 1.013 FG
Recipe Bitterness 35 IBU Alcohol by Volume 5.0%
Recipe Color 6° SRM Alcohol by Weight 3.9%
Ingredients
Quantity Grain Type Use
0.50 kg CaraPils Grain Mashed
5.00 kg Weyermann Pale Ale Malt Grain Mashed
Quantity Hop Type Time
28.00 g Cascade Pellet 60 minutes
28.00 g Cascade Pellet 30 minutes
28.00 g Fuggles Pellet 15 minutes
Quantity Misc Notes
1.00 unit Irish Moss Fining
1.00 unit Safale US-05 Yeast
Er eitthvað út á þessa uppskrift að setja, annað en að hún er einföld?
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Grain Brain Pale Ale

Post by Oli »

Einfalt og gott sýnist mér, ekkert út á þetta að setja :D
Gangi þér vel
Hvenær á að fara í þetta annars?
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Grain Brain Pale Ale

Post by sigurdur »

Ef að hóppöntunin verður komin, þá get ég vonandi lagt í þetta í næsta mánuði þar sem að stefnt verður að því að kaupa korn og humla þá.
Það mun líka vera prófun á öllum búnaðinum sem að er í smíðum hjá mér (þ.e.a.s. kornmillunni minni, meskikerinu og suðutankinum).
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Grain Brain Pale Ale

Post by Eyvindur »

Þetta hráefni fæst allt hjá Ölvisholti (fyrir utan Irish moss, en það er víst hægt að fá það einhvers staðar, skilst mér, og auðvitað gerið...). Þú þarft ekki að panta neitt nema mögulega ger í þessa uppskrift.

Þetta lítur bara mjög vel út. Hann verður mjög ljós og líklega í þurrari kantinum, sem er bara hið besta mál. Ég myndi kannski hafa meskinguna í hærra lagi, ef þú vilt hafa smá sætu með, en annars er þetta frekar hóflega humlað, þannig að hann þolir vel að vera sæmilega þurr.

Hlakka til að heyra hvernig fer. Gangi þér vel.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Grain Brain Pale Ale

Post by sigurdur »

Ég þakka góðar móttökur.

Eyvindur, fyrst að þú varst að nefna þetta með Irish Moss, þá varð ég að finna þetta hér á íslandi.
Það má finna þetta hjá nature.is, eða smella á þennan hlekk.
Þessi planta heitir Chondrus crispus, eða fjörugrös á íslensku.

Þessi planta vex á suður og vesturlandi, þannig að áhugasamir geta týnt og þurrkað ef þeir vilja vera ekta heimabruggarar ;-)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Grain Brain Pale Ale

Post by Oli »

Ég notaði einmitt fjörugrös frá náttúra.is, virðist virka vel, ég hef að vísu engann samanburð.
Valli wrote:Það sem ég get boðið upp á:
First Gold, 7,5% AA
Cascade
Fuggles
Celeia (Styrian Goldings)
Goldings, E.K.

Þið verðið að vera þolinmóðir varðandi verðin, allt er í vinnslu. Vildi bara láta ykkur vita hvað er til.

Á einnig til SafaleS-04 ger frá fermentis í 11,5 gr. pakkningum sem ég get boðið ykkur.

Gleðilega gerjun,
Valgeir
Valli átti Safale S-04 þarna í vor, spurning hvort hann sé kominn með e-h meira úrval.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Grain Brain Pale Ale

Post by Eyvindur »

Oli wrote:Valli átti Safale S-04 þarna í vor, spurning hvort hann sé kominn með e-h meira úrval.
Nei.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Grain Brain Pale Ale

Post by kristfin »

sigurdur wrote:Ég þakka góðar móttökur.

Eyvindur, fyrst að þú varst að nefna þetta með Irish Moss, þá varð ég að finna þetta hér á íslandi.
Það má finna þetta hjá nature.is, eða smella á þennan hlekk.
Þessi planta heitir Chondrus crispus, eða fjörugrös á íslensku.

Þessi planta vex á suður og vesturlandi, þannig að áhugasamir geta týnt og þurrkað ef þeir vilja vera ekta heimabruggarar ;-)
notar maður fjörugrös í sama magni (vikt) og irish mosh í uppskriftunum?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Grain Brain Pale Ale

Post by Oli »

Ég hef bara hent góðri matskeið ofan í pottinn, það hefur virkað ágætlega. Þetta er sama plantan þannig að ég sé ekki að það sé munur, kannski munur á hversu fínmalað duftið er.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
User avatar
kristfin
Ofurgerill
Posts: 1312
Joined: 6. Aug 2009 16:28
Location: Kópavogur

Re: Grain Brain Pale Ale

Post by kristfin »

malar maður þetta eða kemur þetta malað?

hvenær setur maður þetta í pottinn? í upphafi suðu með fyrstu humlum?
Öl ger:Þýskt (WLP029&WY1007), Belgískt (WLP500), Amerískt (WY1056), Enskt (WLP002), Írskt (WY1084)
Lager ger:Bohemian (WY2124), San Francisco (WLP810)
Annað ger:Cry Havoc(WLP862), Weihenstaphen Weizen (WY3068), Saizon (WLP565)
User avatar
Oli
Undragerill
Posts: 742
Joined: 5. May 2009 22:55

Re: Grain Brain Pale Ale

Post by Oli »

Setur þetta í 10 mín fyrir lok suðu. Ef þú kaupir þetta frá náttúra.is kemur þetta malað í poka.
___________________________
Í gerjun: ýmislegt
Post Reply