Page 1 of 1

Brotið/brunnið element og áhrifin á bjór

Posted: 2. Aug 2013 11:32
by garpur
Ég og bruggfélagar mínir lentum í þó nokkuð miklu veseni þegar við vorum að brugga í gær. Okkur tókst í byrjun meskingarinnar að gleyma að setja hlífðargrindina yfir hitaelementinn, sem þýddi að pokinn þjappaði saman hitaelementinu (lítið sem ekkert bil á milli elementaröranna).
Við tókum eftir að suðan var nokkuð kröftug allan tímann og þegar við vorum búnir að tæma pottinn blasti við okkur element sem var með nokkuð lag af brunnum virti á en einnig að ca. 5 cm kafli var klæðningin á elementinu brotin eða jafnvel brunnin af. Við klikkuðum nú á því að smakka virtin í öllum hamaganginum, en mig grunar nú að það verði eitthvað bruna bragð af honum.

En segjum sem svo að ekkert brunabragð sé, vita menn hér hvort það sé varhugavert að drekka bjórinn vegna þess að hluti af klæðingunni brotnaði/bráðnaði af? Leynist einhver hættuleg efni innan við ytri byrðið á elementinu sem þá eru nú komin í virtinn?

Re: Brotið/brunnið element og áhrifin á bjór

Posted: 7. Aug 2013 10:49
by garpur
Never mind, þetta bragðaðist eins og brunarústir og fór beinustu leið í niðurfallið.

Re: Brotið/brunnið element og áhrifin á bjór

Posted: 7. Aug 2013 18:54
by hrafnkell
Það er helvíti fúlt þegar heil lögun klúðrast svona... Heldurðu að þetta hafi verið útaf því að elementið klemmdist, eða útaf grindinni eða eitthvað annað?

Re: Brotið/brunnið element og áhrifin á bjór

Posted: 7. Aug 2013 22:39
by garpur
Mér sýndist suðan vera óvenju kröftug við þessa bruggun, veit ekki hvort að það breytti viðnáminu á elementinu að það hvarf hluti af kápunni og leiðarinn var beraður við vatnið. Líklegast var þetta þó bara áhrifin af því að elementið var alveg þjappað saman, lítið sem ekkert bil á milli element-röranna og gat þar af leiðandi farið að brenna virtinn í smáa gapið á milli.

Pokinn hafi bara örlítið brunamerki á sér, þökk sé því að við uppgvötuðum að grindin vantaði áður en að elementið fór af alvöru að kikka inn en því miður eftir að við vorum búnir að dumpa korninu í pokann og pressa elementið saman.

Þarf að kíkja fljótlega til þín að versla nýtt element :-)

Re: Brotið/brunnið element og áhrifin á bjór

Posted: 8. Aug 2013 09:00
by hrafnkell
Ég er búinn að glenna 5500w elementið mitt í sundur, gerði það til að auðvelda þrif en má vera að það hjálpi líka við að koma í veg fyrir bruna.