Porter sem þykist vera Fuller´s

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
Mummi
Villigerill
Posts: 14
Joined: 16. Apr 2013 12:12

Porter sem þykist vera Fuller´s

Post by Mummi »

Jæja, eftir að nýjabrumið fór af því að vera skráður á síðuna þá hefur maður verið latur að skrifa inná hana að undanförnu. Hér kemur ítarleg lýsing á Porterbruggun, gerjun og smökkun. Hann er nýkominn á flöskur þannig að enn hefur hann ekki verið smakkaður í endanlegri mynd. Mig langaði sérstaklega að setja þessar lýsingar inn til að hughreysta nýgræðinga eins og mig þegar gerjunin virðist hafa klárast yfir 1.020. Það tók um tvær vikur fyrir gerið að taka við sér eftir að þetta var fært í hlýrra umhverfi. Það er semsagt hægt að vera með bjór gerjaðan við 17 eða 18 gráður sem stoppar í 1.020 og eitthvað, og koma honum af stað aftur í hlýjunni.
Bið að afsaka málalengingar og myndir koma vonandi seinna af lokapródúktinu í glasi.

Upprunaleg uppskrift:
Fuller’s London Porter clone
(5 gallons/ 19 L, all-grain)
OG = 1.054  FG = 1.014
IBU = 30  SRM = 46  ABV = 5.4%

Ingredients
8.27 lbs. (3.75 kg) Muntons pale ale malt
1.0 lb. (0.45 kg) crystal malt (75 °L)
1.5 lbs. (0.68 kg) brown malt
0.75 lb. (0.34 kg) chocolate malt
6.25 AAU Fuggle hops (60 min)
    (1.3 oz./37 g of 4.7% alpha acids)
3.15 AAU Fuggle hops (15 min)
    (0.67 oz./19 g of 4.7% alpha acids)
Wyeast 1968 (London ESB) or White
    Labs WLP002 (English Ale) yeast

Step by Step
Mash at 153 °F (67 °C) for 60 minutes at mash thickness of 1.3 qt./lb. Boil for 60 minutes, adding hops at times indicated. Cool wort, transfer to fermenter and pitch yeast. Ferment at 62 °F (17 °C).

Íslensk útfærsla:
4 kg Pale Ale
450 gr Caramunic II
340 gr Carafa special II
340 gr Ristaður rúgur
340 gr Carafa special III
ca. 70 gr Fuggle
Wyeast 1968 blautger.

- Snemma morguns taka ger úr ísskáp. sprengja poka.
- skola potta o.þ.h.
- Prufa að hita vatn með hitaspíral?
- Hita 15 l uppí ca. 71 gráðu. Ekki of hátt!!
- Bæta korni við og meskja í 60, kannski 70 mín við um 66 gráður. Meskja lágt til að fá betri sykrur.
- Sjóða á meðan vatn og eftir klst. af meskingu bæta um 7,5 L við til að hækka upp í 77
- Hita 7,5 l af vatni upp í 77 gráður fyrir sparge
- Hita virt upp í 77
- Halda því í 77 gráðum í 10 mín.
- taka korn uppúr. og skola með spargevatni.
- vera með ca. 23 lítra fyrir suðu. Um 10% gufa upp?
- sjóða í klst. án loks
- bæta við 40 g af humlum í upphafi og svo 20 g þegar 15 mín eru eftir.
- kæla
- lofta með töfrasprota
- fleyta
- gerja og hrista
- swirla þegar ger ætlar að setjast.

OG 1.058

-Fyrstu bubblur eftir sólarhring minnir mig????
- notaði blow off og það bubblaði sæmilega, ca. 2svar á sek. frá hverri túbu næstu 24 klst.
- Búinn að swirla ca. 3svar á dag en gerið vill samt setjast fljótt.
- Ambíent hiti ca. 17-18 gráður
- Mælingar og athuganir eftir ca. 64 tíma í gerjun:
- Ambíent hiti 17,3
- hiti virts 17,8
- bubbl á ca. 3 sek. fresti frá hverjum dúnki
- hrærði með sótthreinsuðu til að vekja gerið sem var í botninum
- MIKIL rommrúsínulykt. sæt og góð. Eiginlega engin toast, brennt brauð eða brennt tóbak eins og var fyrst. Hræddur um að hann eigi eftir að enda sem desertvín….
- 1.023 eftir 64 tíma. Lofar góðu held ég.
- Bragðið alls ekki sætt…
- Pínu súrt
- smá pissulykt með rúsínunum
- lyktar samt vel, bragðast pínu ruddalega en venst furðuvel.
- mikið meiri beiskja og brennt brauð í bragði en í lykt.
- súr, beiskur, sætur. Mætti jafnvel segja að hann hafi möguleika á að verða í jafnvægi?
- verður pottþétt betri. Ekkert áfengisbragð en smá vínlykt ef maður sniffar mjög fast.
- Er núna við smökkun 4,5%, endar vonandi í um 5,6%

5. dagur
- hitastig í kjallara 19, virtur 19,3
- bubblar á 15 sek fresti
- Gravity er 1.022 hefur ekki hreyfst mikið síðan síðast…. þolinmæði, my precious…
- Mikil rommrúsínulykt
- Bragðið er fínt, smá súrt fyrst, svo beiskt og eftirbragðið… hrossaskítur?
- Hrossaskítsbragðið hættir eftir 3-4 sopa og drykkurinn venst vel eins og síðast. Hrossaskítsbragð stafar kannski af nýburstuðum tönnum?
- 4,7 prósent núna.
- Er farinn að hafa efasemdir um þennan. Kannski of mikið af dökku korni sem kom í staðinn fyrir Brúnmalt, 340 g af Carafa special II og 340 af ristuðum rúgi (eða byggi, man nefnilega ekki hvort var) í stað 680 g brúnmalts.

7. dagur
- búinn að hækka hita upp í 21 gráðu og klæða þá í peysur
- bubblar eitthvað man ekki alveg hvað, 30 sek. fresti?
- Alltaf að swirla 1-2svar á dag
- Engar mælingar.

11. dagur
- hitinn er í ca. 22,5 - 23
- bubblar á kannski mínútufresti
- Sykurmæling: 1.020
- Bragðið er allt að koma til, miklu meira jafnvægi. Bragðast meira eins og bjór, minna eins og hrossaskítur og rommrúsínur. Nokkuð góður bara þó ungur sé.

13. dagur
- hitinn datt niður í 21,5
- bubblar eiginlega ekkert
- 1.020. Of hátt. vil koma því niður í 1.018 amk.
- smakkaði úr stóra dúnkinum eins og öll hin skiptin nema síðasta og aftur er hrossaskítur...

-Var að reikna út efficiency. Kom út í 73%

15. dagur
- Hiti í 22.5….
- Swirlaði.

18. dagur
- hiti 20,5. Of kalt. Ætla að færa kútana inn í skáp í 23 gráður þar sem gerjun virðist föst í…
- 1.020 í a.m.k. viku
- gæti sett á flöskur núna en Porter hefur bara gott af því að dingla í gerjun sæmilegan tíma
- Prufa að færa upp í heitara loft, swirla vel og bíða kannski 3 daga og sjá hvort hægt er að kreista út þessi 2 stig sem mig langar að ná.
- Bragðast mjög vel, er alltaf að slípast til með hverri smökkun. Eiginlega orðinn það "auðveldur" að drekka að hann jaðrar við leiðinlegheit.
- Passar mjög vel með Prima Donna osti í svörtu vaxi. Eiginlega bara fullkomið par.

22. dagur
- smakkast vel, rúnnaður
- mæling enn í 1.020

24. dagur
-Sama og síðast nema nú bubblar á 10 sek. fresti í stóra kút og ca.30 sek. fresti í hinum
- hitinn í skápnum um 24 gráður
- lítur út fyrir að eitthvað sé að gerast sbr. bubbl og mælingu
- mælingin segir enn 1.020 EN er að færast örlítið nær því að kallast 1.019
- ætla að bíða þangað til bubblið verður mjög hægt aftur og sjá hvort hann hafi gerjast í millitíðinni.

25. dagur
- Loksins! sykurmæling aðeins að mjakast niður
- er nú rúmir 1.019 en þó sjáanlegur munur frá í gær.
- býst ekki við að fara neðar en 1.019 slétt, miðað við allan tímann sem hefur tekið að ná þessu niður að þessu og miðað við bubbl á 8 sek. fresti síðustu tvo daga.
- virðist aðeins meira hrossaskítsbragð nú en áður, kannski út af meiri virkni í gerinu?

31. dagur
- Jæja, þar kom að því. Gerið vaknaði og gaurinn kominn niðrí 1.016
- Lærdómurinn er sá að ef allt situr fast eftir tvær vikur í 18 gráðum þá geta 2 vikur í 24 gráðum gert ýmislegt og að það gerist ekkert endilega neitt á fyrstu vikunni eftir hitahækkunina.
- Mesta gerjunin (eftir upprunalegu gerjunina) var núna á síðustu fimm dögum, heilli viku eftir að kútarnir fóru inn í hlýjan skáp inni.
- Þá er það bragðið… Smá hrossatað, maður finnur lítið fyrir áfenginu og núna á þessu stigi minnir hann mig bara á Guinness, sem er reyndar Stout. Mikið þurrari en áður.
- góður, flöskuhæfur og 5,5%

40. dagur ca. (20. maí, 2013)
- Átöppun. Glundrið komið niðrí 1.014 og smakkast ótrúlega vel.
- Gerkökur héldu sér vel og gerið vel fallið.
- 17,5 lítrar af bjór fór á flöskur (meira en síðast)
- 77 g af bruggsykri fóru í þetta.
- Endar semsagt í 5,7%. Glæsilegt.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Porter sem þykist vera Fuller´s

Post by helgibelgi »

Gaman að lesa í gegnum þessar lýsingar. Vildi óska að ég nennti sjálfur að halda svona dagbók (myndi læra mun hraðar). Til hamingju með að ná honum loksins eins og þú vildir hafa hann :beer:
einarornth
Kraftagerill
Posts: 79
Joined: 25. Nov 2009 13:52

Re: Porter sem þykist vera Fuller´s

Post by einarornth »

Aldrei hef ég heyrt um að "swirla" svona mikið, gera menn þetta venjulega?

Ég hef bara gert þetta til að reyna að koma geri af stað aftur, þegar FG er ekki komið nógu langt niður.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Porter sem þykist vera Fuller´s

Post by hrafnkell »

einarornth wrote:Aldrei hef ég heyrt um að "swirla" svona mikið, gera menn þetta venjulega?

Ég hef bara gert þetta til að reyna að koma geri af stað aftur, þegar FG er ekki komið nógu langt niður.
Myndi ekki mæla með því nema í gerjunarvandræðum.
Mummi
Villigerill
Posts: 14
Joined: 16. Apr 2013 12:12

Re: Porter sem þykist vera Fuller´s

Post by Mummi »

Sammála Hrafnkeli. Ég var bara eitthvað stressaður að gerið var sest svo snemma, en það vinnur sína vinnu þrátt fyrir það. Ég var líka að tékka allt of oft á þessu, meiri sýkingarhætta, en hann heppnaðist á endanum.
Mummi
Villigerill
Posts: 14
Joined: 16. Apr 2013 12:12

Re: Porter sem þykist vera Fuller´s

Post by Mummi »

Tókst ekki að pósta þessu. Þetta var ég búinn að skrifa áður:

Takk fyrir Helgi. Mér finnst einmitt gaman að lesa langa pósta eftir aðra en minna gaman að skrifa þá. Ég verð bara að halda svona dagbók því annars man ég ekki neitt. Þarf t.d. alltaf að fletta upp pizzadeigsuppskrift með ca. fjórum innihaldsefnum sem ég hef gert svona 300 sinnum.

Varðandi swirlið, Einar, þá hef ég lesið að hæfilegt swirl sé frá því að vera ekki neitt upp í að swirla á nokkurra klst. fresti. Ég fór einhvern milliveg og swirlaði svona tvisvar á dag. En þetta fer allt eftir gerinu og þetta ger, 1968, sest ótrúlega fljótt niður á botn. Svo er nú annað mál hvort þetta gerir eitthvað gagn. Eftir að hlýja gerjunin fór í gang þá þorði ég ekkert að swirla og samt gerjaðist á fullu. Veit ekki. Kannski er það bara merki um örvæntingarfullan bruggara að vera swirla alltaf, enda var ég orðinn örvæntingarfullur.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Porter sem þykist vera Fuller´s

Post by gm- »

Skemmtileg lýsing, og held alveg örugglega í fyrsta skipti sem ég heyri bjór lýst með hrossaskítsbragði :mrgreen:

Hef ekki ennþá lent í því að þurfa að svirla, gerið hefur alltaf gert sitt, en gott að vita að það virkar þokkalega ef maður lendir í gerjunarvandræðum.
Post Reply