Page 1 of 1

Gamlir humlar

Posted: 16. May 2013 09:40
by gosi
Ég á humla sem eru búnir að vera í frysti í um 1.5 ár.
Held að þeir séu búnir að missa AA% en var að spá, eru þeir búnir að
missa allt bragð og lykt? Gæti ég notað þá til að þurrhumla?
Á slatta og ég tími ekki að henda þeim.

Re: Gamlir humlar

Posted: 16. May 2013 10:02
by hrafnkell
Ég myndi alls ekki nota þá í þurrhumlun eða late addition. Frekar að skoða að nota þá í beiskju.

Í hvernig umbúðum voru/eru þeir?

Re: Gamlir humlar

Posted: 16. May 2013 12:13
by gosi
Þeir eru í pokum með smellulás og í ísboxi. Ekki vacuum pakkaðir.
Æjæj, ég sem á svo mikið af þeim. Af hverju ekki þurrhumlun eða late
addition?

Re: Gamlir humlar

Posted: 16. May 2013 13:09
by hrafnkell
Humlar eru fljótir að tapa bragði og lykt, alfa sýrurnar (beiskjan) eru svo lengur að fjara út.