Hitastýring við Gerjun.

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Antonfr
Villigerill
Posts: 3
Joined: 25. Apr 2013 21:25
Location: Mývatn

Hitastýring við Gerjun.

Post by Antonfr »

Sælir, Hvernig stýrið þið hitastigi við gerjun? Ég var að spá í að útbúa mér frystikistu en hvaða aðferðum hafa menn verið að beita? og hvaða búnað hafa menn verið að nota til að stýra hita inn í frystikistunum?
ég er nú búinn að græjja mig upp að einhverju leiti, komin með BIAB kerfi, plasttunna frá Brew.is, kælispíral, og svo gerja ég í einangraðri 60L glerflösku.

PS; ætli hægt sé að nota STC hitastýringu frá BREW.is til að stýra rafmagnsofni og kælipressu?...

Anton.F
KV
Anton.F

Í Gerjun:
Hafra-Porter
Á Flöskum:
Brúðkaupsöl
Bee-Cave
flokason
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 5. Dec 2012 23:12

Re: Hitastýring við Gerjun.

Post by flokason »

Ég er með frystikistu og STC stýringu frá brew.is

Það er hægt að nota ljósaperu til að hita hana, hafa þá peruna í málm málingardollu eða potti, til að lýsa ekki á bjórinn.
Frystikistur eru svo vel einangraðar að 100w ljósapera í potti er meira en nóg til að hita kistuna upp (jafnvel minni pera, ég prufaði 100w peru og hún virkaði fínt)


Frystikistan er þá bara tengd í Cold og peran í Hot svo límir maður hitaneman á gerjunartunnuna (með einangrun við hitaneman svo maður mæli ekki hitan í kistunni sjálfri, heldur bara gerjunartunnunni.

Svo stillir maður bara hitann og hitafrávikið sem þú leyfir og ert good to go.
Á kút:
Imperial Stout, Kölsch, Bock, Quad, Saison, Hoppy Saison, Tripel, Märzen, Brett IPA & Tripel
Antonfr
Villigerill
Posts: 3
Joined: 25. Apr 2013 21:25
Location: Mývatn

Re: Hitastýring við Gerjun.

Post by Antonfr »

Já þetta er sennilegast málið, með litlum tilkostnaði getur maður þá komið gerjunninni fyrir og haft engar áhyggjur af henni á meðan.

Ljósapera er náttúrulega Brilliant!

Takk. ég er að útbúa mitt fyrsta kerfi og ákvað að ganni að henda í eina Bee-Cave uppskrif á meðan ég væri að klára að smíða restina af kerfinu, vinnan sem hefur farið í að halda réttu hitastigi er allt of mikil og hittinn virðist rokka um 5°dag og nótt.. ( ég stór efa að þetta verði mönnum bjóðandi) :D en það á nú eftir að koma í ljós..

kv.Anton F
KV
Anton.F

Í Gerjun:
Hafra-Porter
Á Flöskum:
Brúðkaupsöl
Bee-Cave
Post Reply