Kolsýra í kepnisbjór

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Kolsýra í kepnisbjór

Post by Dabby »

Sælir
Við bræðurnir settum IPA á flöskur fyrir viku og á laugardagskvöld var hann enn nær flatur. Hefur einhver góð ráð til að flýta kolsýrumyndun þ.a. hann verði tilbúinn fyrir keppnina?

Bjórinn var búinn að vera á tunnu í 3 vikur allavega og því orðinn vel tær og ekkkert mikið ger í flöskunum til að vinnna á priming sykrinum.

á maður að hrista botnfallið upp í nokkrum flöskum og geyma við hátt hitastig til að flýta kolsýrumyndun?
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Kolsýra í kepnisbjór

Post by hrafnkell »

Hrista smá upp og geyma hann vel volgan gæti hjálpað til, t.d. 20-25 gráður. Það er ekki alveg kosher, en það þarf nú að komast kolsýra í bjórinn fyrir dóm :)
QTab
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 15. Aug 2012 22:22

Re: Kolsýra í kepnisbjór

Post by QTab »

Ég er að útbúa fylgiseðlana fyrir bjóra í keppnina og fór að velta fyrir mér með IBU útreikninga, ég er ekki með kælispíral og er því ekki alveg ljóst hvernig þetta reiknast, ég er með Brew mate sem gefur upp 36 eða 43 IBU ef ég haka í no chill, er í lagi að skrá bitterness 36-43 eða á ég að velja mér tölu sem mér finnst líkleg á bilinu ?
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Kolsýra í kepnisbjór

Post by Classic »

Í fyrra var ég með extraktbjór með late-addition, og því mögulega með vitlaust reiknaða beiskju í hugbúnaðinum. Tók það bara fram í athugasemdareitnum að reiknuð IBU tala væri líklega of há, IBU talan sést hvort eð er ekki á merkimiðanum, bara fylgiblaðinu...
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply