Czech Pilsner

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Czech Pilsner

Post by rdavidsson »

Sælir,

Ég keypti 2278 blautger í hóppöntuninni um daginn og ætla að henda í einn tjékkneskan pilsner fljótlega. Ég er búinn að lesa mig svolítið um þetta og datt niður á þessa uppskrift í BYO blaði frá því í mars 2000... Hún er svo hljóðandi:

6.5 lbs. two-row pilsner malt, 1° to 2° Lovibond
• 1 lb. carapils malt, 2° Lovibond
• 1 lb. cara-Munich malt, 10° Lovibond
• 4.5 oz. Saaz whole hops (3.2% alpha acid, 12 AAUs):
2.5 oz. (5.6 AAUs) for 90 min., 0.5 oz. (1.6 AAUs) for 30 min.,
1.5 oz. (4.8 AAUs) at end of boil.
• 2 pt. yeast starter of Wyeast 2278 (Czech Pils)

Mesking @ 65°C í 60 mín.

Hefur einhver reynslu af svona tékkneskum pils?

Rak svo augun í þetta: "Ferment at 40° F for 14 days then rack to secondary fermenter. Continue fermentation at 33° F until gravity is 1.010 (2.5° Plato). " Á virkilega að gerja við 4,4°C og svo lagera í 0,5°C? Hljómar mjög lágt hitastig...

Það sem er svolítið að trufla mig með þetta blautger að utan á pakkanum segir að það sé hægt að pitcha því beint í 5 gallon af 1.060 virti, en svo segir MrMalty að maður þurfi að gera 1,5L starter til að þetta gangi upp, hvað er "rétt og rangt" í þessum málum?
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Czech Pilsner

Post by gm- »

Það er svona með þessa lagerbjóra, eru dáldið erfiðir. 4.4°C hljómar frekar lágt, en samt í kringum það sem ég hef heyrt áður, vinur minn bruggaði einn tékkneskan núna fyrir viku og er að gerja hann við 8°C.

Útaf þeir eru gerjaðir svona kalt þá þarftu meira ger, þar sem það er meira álag á gerið við þennan kulda, þannig að ég myndi treysta mr. malty (og uppskriftin segir líka að þú eigir að nota 1 lítra starter).

Ég myndi líka mögulega meskja lengur, í 90 mín, betra þegar maður er að nota pilsner malt.
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Czech Pilsner

Post by Proppe »

Ég er með einn tékkneskan pilsner í gangi akkúrat núna. Búinn að gerjast í rúmar tvær vikur.
Fer að taka gravity næstu helgi, og svo nokkrum dögum seinna, athuga hvort hann sé að verða klár.

Ég er að gerja þetta við 9°c. Stefni á að lagera við 0,5°c.
Pósta niðurstöðunum þegar þær verða ljósar.
User avatar
gunnarolis
Undragerill
Posts: 563
Joined: 23. Mar 2010 16:44

Re: Czech Pilsner

Post by gunnarolis »

Það er alveg 100% ekki nóg að setja 1 gerpakka í 20 lítra af lager. Notaðu Mr. Malty töluna og mundu að gera ráð fyrir aldri gerpakkans.
Næst: Bock, Pilsner
Í Gerjun : Brett'd Dubbel, Orval, Flemish Red, Lambic Mk1
Á flösku : Dubbel, Amarillo Smash
Á kút : Rauchbier Märzen.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Czech Pilsner

Post by helgibelgi »

Ég held að þú þyrftir líka að sjóða aðeins lengur vegna pilsner maltsins útaf DMS. (nevermind, sá að þetta stendur í uppskriftinni)

Er hann ekkert þurrhumlaður líka þessi eða hvað? Væri kannski skemmtilegt að gera það.

Gangi þér vel annars!
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Czech Pilsner

Post by rdavidsson »

gunnarolis wrote:Það er alveg 100% ekki nóg að setja 1 gerpakka í 20 lítra af lager. Notaðu Mr. Malty töluna og mundu að gera ráð fyrir aldri gerpakkans.
Já ég ætla að gera starter, finnst bara svo spes að framleiðandinn segi 20L @ 1.060, en það miðast þá sennilega við mun hærra gerjunarhitastig.
helgibelgi wrote:Ég held að þú þyrftir líka að sjóða aðeins lengur vegna pilsner maltsins útaf DMS. (nevermind, sá að þetta stendur í uppskriftinni)

Er hann ekkert þurrhumlaður líka þessi eða hvað? Væri kannski skemmtilegt að gera það.

Gangi þér vel annars!
Já, ég sýð einmitt alla bjóra með pilsner malti í 90 mín, hef reyndar ekki samanburðinn á 60 og 90 mín suðu bjórum.. :)
Nei, ekkert þurrhumlaður þessi

Uppskriftin en hér: http://byo.com/stories/issue/item/527-c ... e-calendar" onclick="window.open(this.href);return false;

Ég þarf að fara að græja mér Erlenmeyer flösku og DME, er nauðsynlegt að smíða sér svona stirplate eða er nóg að láta þetta bara liggja í um 48 tíma fyrir bruggun? Er hægt að stytta þennan tíma með stirplate?
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
QTab
Kraftagerill
Posts: 50
Joined: 15. Aug 2012 22:22

Re: Czech Pilsner

Post by QTab »

rdavidsson wrote:Ég þarf að fara að græja mér Erlenmeyer flösku og DME, er nauðsynlegt að smíða sér svona stirplate eða er nóg að láta þetta bara liggja í um 48 tíma fyrir bruggun? Er hægt að stytta þennan tíma með stirplate?
Ég er alls enginn sérfræðingur en ég var að velta þessu fyrir mér fyrir ekki löngu síðan og rakst á einhvern halda því fram að stirplate þýddi stöðugt súrefnis infusion í starterinn sem ætti að skila hámarks fjölgun gerlana, hvort það var rétt hjá viðkomandi get ég hinsvegar ekki fullyrt því ég hef ekki kynnt mér hegðunarmynstur þessara vina okkar nógu vel.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Czech Pilsner

Post by helgibelgi »

Stirplate er best held ég, en þú getur prófað að láta flöskuna liggja á stað sem þú átt leið hjá oft. Í hvert sinn sem þú ferð fram hjá borgarðu "toll" og hristir aðeins upp í vökvanum. Hef séð að fólk er að gera þetta. Á víst að koma smá súrefni í vökvann.
gm-
Gáfnagerill
Posts: 317
Joined: 21. Jan 2013 17:22
Location: Hafnafjörður

Re: Czech Pilsner

Post by gm- »

helgibelgi wrote:Stirplate er best held ég, en þú getur prófað að láta flöskuna liggja á stað sem þú átt leið hjá oft. Í hvert sinn sem þú ferð fram hjá borgarðu "toll" og hristir aðeins upp í vökvanum. Hef séð að fólk er að gera þetta. Á víst að koma smá súrefni í vökvann.
Já, þar sem ég er ekki með stirplate hef ég gert þetta, nota reyndar glæran 2 lítra growler þar sem ég á ekki erlenmeyer. Virkar alveg ágætlega, hef þetta við hliðiná ískápnum og bið heimilsmenn að hrista þegar þeir fara þangað.
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Czech Pilsner

Post by rdavidsson »

gm- wrote:
helgibelgi wrote:Stirplate er best held ég, en þú getur prófað að láta flöskuna liggja á stað sem þú átt leið hjá oft. Í hvert sinn sem þú ferð fram hjá borgarðu "toll" og hristir aðeins upp í vökvanum. Hef séð að fólk er að gera þetta. Á víst að koma smá súrefni í vökvann.
Já, þar sem ég er ekki með stirplate hef ég gert þetta, nota reyndar glæran 2 lítra growler þar sem ég á ekki erlenmeyer. Virkar alveg ágætlega, hef þetta við hliðiná ískápnum og bið heimilsmenn að hrista þegar þeir fara þangað.
Ég fór áðan og keypti mér 2.000ml Erlenmeyer flösku og stirbar, ætli maður verði ekki að splæsa í stirplate líka fyrst maður er byrjaðir, það verður verkefni helgarinna að græja hana :)
Svo í staðinn fyrir að kaupa rándýrt DME þá ætla ég bara að meskja um 0,5kg af pilsner malti á eldavélinni heima og nota það sem starter.
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Czech Pilsner

Post by hrafnkell »

rdavidsson wrote:Svo í staðinn fyrir að kaupa rándýrt DME þá ætla ég bara að meskja um 0,5kg af pilsner malti á eldavélinni heima og nota það sem starter.
Svo er sterkur leikur að taka frá 1-2 lítra af virti í næstu bruggun.. Þá á maður alltaf í starter :)
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Czech Pilsner

Post by rdavidsson »

hrafnkell wrote:
rdavidsson wrote:Svo í staðinn fyrir að kaupa rándýrt DME þá ætla ég bara að meskja um 0,5kg af pilsner malti á eldavélinni heima og nota það sem starter.
Svo er sterkur leikur að taka frá 1-2 lítra af virti í næstu bruggun.. Þá á maður alltaf í starter :)
Ég gerði það í síðstu bruggun, en það var frekar dökkt öl, tími ekki að eyðileggja tjékkan með því :)
Ég malaði 0,5kg á pilsner áðan og ætla bara að meskja það í fína sous vide pottinum mínum. Má ekki alllveg geyma virtinn í nokkkra daga í ísskápnum fyrir notkun?
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Czech Pilsner

Post by hrafnkell »

rdavidsson wrote:Ég gerði það í síðstu bruggun, en það var frekar dökkt öl, tími ekki að eyðileggja tjékkan með því :)
Ég malaði 0,5kg á pilsner áðan og ætla bara að meskja það í fína sous vide pottinum mínum. Má ekki alllveg geyma virtinn í nokkkra daga í ísskápnum fyrir notkun?
Decantar bara starterinn, maður vill bara gerið, ekki allan virtinn úr starternum. Kæla starterinn niður, láta gerið falla, hella virtinum ofan af því og pitcha svo gerinu.

Þú þarft að sjóða virtinn og passa hreinlæti auðvitað. Annars ætti hann að geymast ágætlega.
Post Reply