Að setja bjór á 30l kúta

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
kokkurinn
Villigerill
Posts: 27
Joined: 1. Jan 2013 13:29

Að setja bjór á 30l kúta

Post by kokkurinn »

Getur einhver frætt mig um hvernig það er að setja bjór og eiga við 30l kútana. Einnig hvering kolsýra er sett á 30 lítra kúta með A tengi á þeim og ca hversu lengi kolsýra þarf að vera á þeim

hlakka til að heyra frá ykkur
kokkurinn
Villigerill
Posts: 27
Joined: 1. Jan 2013 13:29

Re: Að setja bjór á 30l kúta

Post by kokkurinn »

Eitthvað minna um svör... Er engin hérna sem getur frætt mig eitthvað um þetta
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Að setja bjór á 30l kúta

Post by hrafnkell »

Feðgarnir eru eitthvað að nota "venjulega" kúta, ég myndi prófa að angra þá :)
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Að setja bjór á 30l kúta

Post by helgibelgi »

Ég veit ekkert um þessa 30 lítra kúta, en ég held að sömu reglur gildi með þá og þessa corny kúta sem ég á, að það fari í rauninni eftir hitastiginu þar sem þeir eru eftir því hvaða þrýsting þú setur á til að ná ákveðnu kolsýrustigi.

getur notað til dæmis http://i1352.photobucket.com/albums/q64 ... 2e1e41.jpg til að reikna út hvaða þrýsting þú þarft að setja á. (getur líklega fundið eitthvað í evrópskum mælieiningum, held líka að þetta sé í Beersmith)
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Að setja bjór á 30l kúta

Post by Feðgar »

Við höfum aðallega notað 25 og 30 lítra kúta en einnig 11-12 lítra slökkvitæki sem við breyttum og virka bara fínt.

Ef maður fer eftir kolsýringartöflunni þá ætti bjórinn að verða rétt kolsýrður.
Við erum hinsvegar hættir að nota þá aðferð og eftirgerjum núna á kútunum. Kælum svo bjórinn vel og lengi og töppum honum síðan svo gott sem tærum á flöskur undir þrýstingi. Við erum sáttari með útkomuna þannig.

Þó að kolsýringartöflurnar ættu að gefa manni rétt magn af kolsýru þá vorum við að lenda í því að fá annað hvort of litla eða of mikla kolsýru. Og ef maður kolsýrir of mikið þá fær maður bara súran bjór. Við erum samt með hitastýrða gerjunarskápa og því ætti hitastigs hlutinn að vera réttur. Okkur grunar helst að almennir þrýstijafnarar virki bara ekki nægilega vel við svona lágan þrýsting og lítið flæði.

Aðal málið með stóru kútana er að geta opnað þá og lokað á hentugan hátt. Við erum búnir að smíða okkur allskonar sérverkfæri og lykla, bæði til að opna þá og loka og til að taka hausana í sundur til að geta þrifið þá og sótthreinsað.

Það er eflaust minna fyrir því haft að nota corny kúta en við höfum svo gaman af því að smíða, græja og gera að þetta virkar bara flott fyrir okkur.
Corny kútarnir passa líka mun betur í ísskápa og kistur svo kostirnir við þá eru án efa flr.
Líka það að við eignuðumst nokkra svona Sanke kegga til að byrja með og héldum okkur því við þá.
kokkurinn
Villigerill
Posts: 27
Joined: 1. Jan 2013 13:29

Re: Að setja bjór á 30l kúta

Post by kokkurinn »

En hvernig er að koma kolsýru á kútin ... er það ekkert öðruvísi heldur en á litlu kútunum.
En takk fyrir góð svör drengir
User avatar
karlp
Gáfnagerill
Posts: 305
Joined: 8. May 2009 00:27

Re: Að setja bjór á 30l kúta

Post by karlp »

Feðgar wrote: Okkur grunar helst að almennir þrýstijafnarar virki bara ekki nægilega vel við svona lágan þrýsting og lítið flæði.
That would match up with what I've read. If you get a regulator sold for welding or industrial use, something like 0-90psi, you're never going to be able to fine tune it just right for beer. I bought some regulators for 0-30psi, designed/marketed for bar usage, and they've been just fine though.
on tap: Nothing! new beer fridge in planning
gassing/maturing: bad beers growing up to maybe be good beers
Fermenting: nothing!
Post Reply