Page 1 of 1

Byggflögur

Posted: 22. Mar 2013 13:21
by Smári
Ætla að henda í stout á morgun. Hafa menn prófað að nota byggflögur eins og þessar http://natturan.is/efni/5979/" onclick="window.open(this.href);return false; ?

Í upplýsingum frá framleiðanda kemur fram að byggið sé kaldvalsað og ég velti fyrir mér hvort það þurfi að sjóða byggið fyrir meskingu til það verði pregelatinezed...

Re: Byggflögur

Posted: 22. Mar 2013 20:06
by Plammi
Í hvaða tilgangi?
Ef það er til að fá meira mouthfell þá mundi ég halda mig við hafrana miðað við það sem ég las.
Einhverjir halda að það bæti smá creaminess í bjórinn en það virðist vera einhver míta.
En svo er líka bara hægt að skella þessu í og sjá hvað gerist, nokkuð viss að það eiðileggji ekki neitt.

heimild:
http://forum.northernbrewer.com/viewtop ... =5&t=95119" onclick="window.open(this.href);return false;

Re: Byggflögur

Posted: 22. Mar 2013 20:33
by Idle
Ég hef notað þessar byggflögur með ágætum árangri til að fá meiri fyllingu í stout og porter. 5 til 10% af korninu kom vel út í mínum tilfellum. Þá hellti ég byggflögunum bara út í meskikerið beint úr pokanum og hrærði vel saman. :)

Re: Byggflögur

Posted: 30. Mar 2013 19:20
by Feðgar
Hvort þetta geri eitthvað fyrir mann eða ekki veit ég svo sem ekki. En við höfum notað þetta í stout og porter með góðum árangri. Höfum bæði notað byggið hrátt og soðið.