Uppfærður suðupottur.

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
hallhalf
Villigerill
Posts: 18
Joined: 11. Dec 2012 23:29

Uppfærður suðupottur.

Post by hallhalf »

Við bruggfélagarnir komumst fljótt að því (eftir bruggun nr. 3) að uppfæra þyrfti suðupottinn okkar, en það er 30 lítra álpottur úr Europris. Alla vegna kláraðist afurðin fljótt þannig að augljóst var að annaðhvort þyrfti stærri pott og stærri lögun, eða einfaldlega drekka minna. Við vorum svo ánægðir með fyrstu lögunina (Bee cave) að seinni kosturinn kom ekki til greina. Félaginn átti rústrfía plötu sem átti að verða að hráolíutanki, en þjónar í dag mun göfugra hutverki. Við komumst inn á vélaverkstæði í nágrenninu og völsuðum plötuna eftir vísindalegum útreikningum. Potturinn var soðin saman með TIG suðuvél, en haldföngin voru soðin með pinnasuðuvél, maður vill ekki að þau gefi sig þegar pottinum er lyft fullum af virti. Reiknað rúmmál nýja pottsins er 90 lítrar, en planið var að tvöfalda næstu lögun. Til að auðvelda tæmingu settum við 1" krana neðst á pottinn, auk suðumúffu, en inn í hana skrúfast hitamælir. Við notum gasbrennara við suðuna. Við bíðum spenntir eftir hráefni í næstu lögun. Við notum BIAB aðferðina við bruggunina og það hefur gengið mjög vel.

Halldór, Molastöðum
Attachments
Mynd0472.jpg
Mynd0472.jpg (528.53 KiB) Viewed 7315 times
Mynd0471.jpg
Mynd0471.jpg (535.91 KiB) Viewed 7315 times
Mynd0470.jpg
Mynd0470.jpg (497.98 KiB) Viewed 7315 times
Mynd0469.jpg
Mynd0469.jpg (483.12 KiB) Viewed 7315 times
Last edited by hallhalf on 2. Mar 2013 11:28, edited 1 time in total.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Uppfærður suðupottur.

Post by hrafnkell »

Eina vitið að fara í stærri lagnir :) Ég var einmitt að gera 40 lítra af IPA í gær, í 72 lítra stálpotti.

Þetta svínlúkkar. Eruði búnir að prófa græjurnar?
humlarinn
Villigerill
Posts: 17
Joined: 7. Sep 2012 23:17

Re: Uppfærður suðupottur.

Post by humlarinn »

Djöfull langar manni í stóran pott núna og ég er bara nýbúinn að kaupa fyrstu græjurnar og ekki einu sinni búinn að setja í fyrstu blöndu en það gerist vonandi í næstu viku
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Uppfærður suðupottur.

Post by bergrisi »

Þetta er flott.

Gaman að sjá menn með metnað.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hallhalf
Villigerill
Posts: 18
Joined: 11. Dec 2012 23:29

Re: Uppfærður suðupottur.

Post by hallhalf »

Við ætlum að prufa græjuna í næstu viku, en við eigum eftir að panta okkur hráefni að sunnan.
Post Reply