Lopahúfan (Lattestout)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Lopahúfan (Lattestout)

Post by Classic »

Verkefni kvöldsins. Nennti ekki að fara í undirheimana og leita að laktósa (jafnvel þótt slíkt hafi verið til sölu hér á sölukorknum fyrir skemmstu), svo ég nýti tækifærið og kem því að að aldrei megi skemma góða sögu með sannleikanum.

Code: Select all

 Lopahufan - Sweet Stout
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 75%%
OG: 1.057
FG: 1.014
ABV: 5.5%%
Bitterness: 27.5 IBUs (Rager)
Color: 40 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                  Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
 Pale Malt (2 Row) Bel Grain  4.250 kg    Yes   No  80%%   3 L
            Carafa III Grain 350.000 g    Yes   No  70%% 525 L
                Carafa Grain 200.000 g    Yes   No  70%% 337 L
        CaraMunich III Grain 250.000 g    Yes   No  74%%  60 L
             CaraAroma Grain 200.000 g    Yes   No  72%% 120 L
Total grain: 5.250 kg

Hops
================================================================================
   Name  Alpha   Amount  Use       Time   Form  IBU
 Magnum 13.5%% 14.000 g Boil 60.000 min Pellet 27.5

Misc
================================================================================
   Name   Type       Use    Amount      Time
 Coffee Flavor Secondary 250.000 g 7.000 day

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-04  Ale  Dry 11.000 g Primary
Image

Ætla svo að kaldbrugga kaffi degi eða tveimur fyrir átöppun og bæta við þegar hann fer á flöskur. Gúggl talar um allt frá 100g og upp í pund af kaffi, svo ég ætla að fara milliveginn og taka 250g. Hann á að vera svolítið ýktur í kaffinu.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Lopahúfan (Lattestout)

Post by bergrisi »

Flottur. Alltaf gaman að sjá miðana hjá þér.
Verður þetta "Latte, lepjandi 101" bjór? Útaf kaffi og lopahúfu.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Lopahúfan (Lattestout)

Post by Classic »

Það var svona nokkurn vegin þankahríðin sem var í gangi þegar nafnið og stíllinn skutu upp kollinum..
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Lopahúfan (Lattestout)

Post by Proppe »

Seturðu malað kaffi eða ertu að steyta kaffibaunir gróflega.

Með flest krydd getur verið gríðarlegur munur á hvaða brögð maður fær úr þeim eftir því hversu gróflega maður malar þau.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Lopahúfan (Lattestout)

Post by Classic »

Kaffibaunirnar í föstu formi fara aldrei saman við virtinn, heldur helli ég einfaldlega upp á rótsterka kalda uppáhellingu. Mig minnir að það sé yfirleitt gert með grófmöluðu kaffi, en ég kem til með að gúggla það nánar áður en að átöppun kemur.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply