Rýmkun löggjafar

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Rýmkun löggjafar

Post by viddi »

Sæl öll

Nú er það yfirlýstur tilgangur þessa ágæta félags að "Berjast fyrir rýmri og skýrari lögum um heimagerða gerjaða drykki, óbrennda" svo ég vísi beint í lög Fágunar. Hvernig standa þessi mál? Gæti verið hugmynd að kalla eftir sjónarmiðum framboða til Alþingis í vor? Bjóða fulltrúum flokka á mánudagsfund?
Nú má ekki túlka þetta innlegg sem gagnrýni á sitjandi stjórn. Etv. mætti stofna hóp sem sæi um þetta mál. Veit t.d. að Bjarki Þór hefur verið að "lobbía" um breytta löggjöf á öðru sviði og hefur reynsluna.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
kokkurinn
Villigerill
Posts: 27
Joined: 1. Jan 2013 13:29

Re: Rýmkun löggjafar

Post by kokkurinn »

Fátt um svör frá stjórninni
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Rýmkun löggjafar

Post by halldor »

kokkurinn wrote:Fátt um svör frá stjórninni
Sælir

Þetta er yfirlýstur tilgangur félagsins í heild en ekki þeirra þriggja sem eru í stjórn.
Þetta snýst um það að nota þann drifkraft sem félagið í heild býr yfir. Þetta snýst um litla sigra hér og þar. Þetta snýst um að breyta hugafari Sigga frænda svo hann geti breitt út fagnaðarerindið áfram til sinna frænda. Svo snýst þetta um að velja rétta tímann til að láta vaða.
Undanfarin ár hefur okkur fundist vera á brattann að sækja enda meira aðkallandi mál á dagskrá hjá alþingi og erfið vinstri stjórn. Það er mikið til í þessu hjá Vidda, kannski er þetta akkúrat tíminn til að lobbía fyrir þessu, tala við framboðin og fá þeirra sjónarmið.

Mér líst mjög vel á þessar tillögur hans Vidda og verða þær settar á dagskrá á stjórnarfundi sem fer fram nú í hádeginu í dag.
Það er frábær hugmynd að setja saman starfshóp um þetta þarfa mál. Ég óska hér með eftir framboðum/tilnefningum í þennan hóp.

F.h. stjórnar
Halldór (Formaður)
Plimmó Brugghús
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Rýmkun löggjafar

Post by viddi »

Ætli sé undan vikist að bjóða sig fram fyrst ég hóf máls á þessu.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
kokkurinn
Villigerill
Posts: 27
Joined: 1. Jan 2013 13:29

Re: Rýmkun löggjafar

Post by kokkurinn »

Ég er alveg tilbúin í þetta líka
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Rýmkun löggjafar

Post by bjarkith »

Ætti að geta hjálpað til.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Rýmkun löggjafar

Post by halldor »

Nú er það að frétta að þrír síðustu ræðumenn hafa tekið sig saman og ætla að ganga í málið. Á næstu dögum mun þessi fríði og frækni hópur hitta stjórnarliða og ræða framhaldið.
Þeir eiga sérstakar þakkir skildar fyrir frumkvæðið og megi öll þeirra afkvæmi hafa 10 fingur og 10 tær.
Plimmó Brugghús
Silenus
Villigerill
Posts: 42
Joined: 14. Sep 2010 08:58

Re: Rýmkun löggjafar

Post by Silenus »

Má maður forvitnast, hefur eitthvað komið út úr þessum þreifingum?
kk, HJ
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Rýmkun löggjafar

Post by viddi »

Það sem var rætt á fyrsta fundi var að hafa samband við stjórnmálaflokkana og fá að heyra hvaða stefnu þeir hefðu í þessum málum. Við ætluðum að grennslast fyrir um löggjöf í löndunum sem við berum okkur helst saman við og skrifa grein í fjölmiðla til að gera grein fyrir okkar málstað.

Við höfum lagst í svolitla rannsóknarvinnu með löggjöf erlendis og komist að því að nánast alls staðar er hún margfalt rýmri en hér. Þær upplýsingar voru svo sendar flokkunum í bréfi þar sem við óskuðum eftir þeirra stefnu. Öll framboð hafa fengið póst og þegar svörin hafa borist ætlum við að setja þau hér inn.
Við mátum það þannig að bréfaskriftir í fjölmiðla til að kynna okkar málstað myndu týnast í greinaflóðinu núna. Það verður hlaðið í góða grein eftir kosningar.

Ef fágunarmeðlimir hafa góðar hugmyndi í baráttunni væri fínt að fá þær.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Rýmkun löggjafar

Post by Eyvindur »

Frábært að heyra. :beer:
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Rýmkun löggjafar

Post by viddi »

Það er fátt um svör frá flokkunum hvað svo sem kann að valda því. Mikil synd. Þeir sem þekkja til í flokkunum ættu endilega að ýta á svör ef þeir geta. En þetta er það sem er komið í engri sérstakri röð. Aðrir hafa ekki séð ástæðu til að svara.

Flokkur heimilanna:
Flokkur Heimilanna hefur enga stefnu í þessu máli, en við erum opin fyrir öllum hugmyndum sem okkur berast og næðum við fulltrúum á þing efast ég ekki um að þeir myndu taka vel í að skoða þetta mál yrði þeim sent erindi um það.
f.h. Flokks Heimilanna
Axel Þór Kolbeinsson

Dögun:
Ég er hrædd um að Dögun hafi ekki mótað afstöðu til þessa máls og það er ekki að finna neitt um það í stefnu flokksins. Því er engu hægt að svara um afstöðu Dögunar fyrr en félagsmenn hafa fjallað um það á lýðræðislegan hátt.
Ég kem þessu erindi á framfæri innan Dögunar.

Kveðja,
Kristín Pálsdóttir
Ritstjóri Dögunar

Vinstri grænir:
Heiðarlega svarið við spurningu þinni er að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hefur eftir því sem næst verður komist aldrei tekið afstöðu til þessarar spurningar, þótt fyllsta ástæða sé til. Slík umræða gæti orðið mjög áhugaverð. Það er ekkert launungarmál að stefna Vinstri grænna í áfengismálum hefur verið á þá leið að takmarka fremur aðgengi að því heldur en hitt, en á hinn bóginn fellur hugmyndafræði Fágunar að hugmyndum VG sem einmitt ganga út á að auðvelda hvers kyns heimilisiðnað til heimabrúks í stað þess að kaupa alla hluti frá frá stórframleiðendum. Við þetta má bæta að í röðum Vinstri grænna má finna ýmsa slynga bruggara sem gera dágott léttvín og þokkalegan bjór.

F.h. Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs
Stefán Pálsson
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
Post Reply