Page 1 of 1
Danskur Lager með myndum
Posted: 27. Jan 2013 22:12
by Feðgar
Re: Danskur Lager með myndum
Posted: 27. Jan 2013 22:19
by bergrisi
Gaman að sjá myndir af græjunum í "action" Flottasta "nano" brugghús landsins.
Re: Danskur Lager með myndum
Posted: 27. Jan 2013 22:22
by gugguson
Virkilega flottar græjur sem þið eruð með. Eruð þið með hringrás í þessu, og hvert sprautast þá í innri pottinn? Þið eruð síðan með snúning á þessu á meðan meskingu stendur, er það ekki rétt?
Re: Danskur Lager með myndum
Posted: 27. Jan 2013 22:43
by Feðgar
Jú hringrásum allan tímann. Það er úrtak í botninum og rör sem stingst í kornið. Krafttöngin er einmitt þarna til að halda festingunni fyrir það.
Rúðuþurrkumótorinn snýr öxli sem er með sköfu sem skefur gataplötuna í botninum á korntunnunni, spöðum sem velta korninu og öðrum spöðum sem eru undir gataplötunni sem halda hreyfingu við elementin
Re: Danskur Lager með myndum
Posted: 28. Jan 2013 15:41
by gm-
Flott setup, er þetta heimasmíðað?
Re: Danskur Lager með myndum
Posted: 28. Jan 2013 19:32
by Feðgar
Fyrir utan suðuvinnuna við það að breyta 30 keg í 75 l. pott og völsunina á ytri kápunni þá er allt gert í skúrnum
