Taka kælielement af ísskáp til að smíða "ferm chamber"

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Taka kælielement af ísskáp til að smíða "ferm chamber"

Post by gugguson »

Sælir herramenn (og Margrét).

Ég lenti í smá óhappi en ég er með ísskáp með frystihólfi sem ég hef notað fyrir ger ásamt ýmsu smálegu. Ég er með um 20 dollur af geri sem ég hef hreinsað ásamt um 10 óopnuðum pökkum af keyptu geri. Hann er úti í bílskúr en iðnaðarmenn hafa verið að vinna þar við að tengja vatn en það var hluti af stærri framkvæmd.
Fyrir um 2 mánuðum síðan tók einhver ísskápinn úr sambandi og tengdi hann ekki aftur. Þegar ég opnaði hann í gær var eiginlega allt orðið grænt, þ.e. miðar utaná flöskum og á hliðum og í botni ásamt því að járn er farið að ryðga.

Ég er mikið að velta því fyrir mér að henda ísskápnum en hugsanlega að prófa að sprauta rótalóni inn í ísskápinn til að drepa allt og prófa að hreinsa hann upp.

Hinsvegar er spurning hvort maður taki þetta alla leið og prófi að búa til fermentation chamber þar sem maður hefur meira pláss en í ísskápnum. Þá myndi maður smíða c.a. 2ja metra breiðan skáp, sem væri klæddur til að halda kuldanum inni, og rífa kælihlutann af ísskápnum og tengja við kassann. Spurningin er, hefur einhver reynslu eða þekkingu sem getur sagt mér hvort maður þurfi mikla þekkingu til að taka þetta úr skápnum og tengja við annað box?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Taka kælielement af ísskáp til að smíða "ferm chamber"

Post by hrafnkell »

Það er mikið mál að rífa kælielementin úr ísskáp. Þau eru í frauði í bakinu og stundunum hliðunum líka, og auðvelt að brjóta þau ef maður klúðrar smá. Flestir fara frekar þann veg að byggja við ísskápinn. Passa bara að það er hægt að yfirkeyra pressuna ef maður notar of lítinn ísskáp í of stórt hólf.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Taka kælielement af ísskáp til að smíða "ferm chamber"

Post by gugguson »

Ok, þá væri hugsanlega hægt að taka skilrúmið á milli ísskáps og frystihólfs í burt og t.d. aðra hliðina á honum og stækka aðeins rýmið, byggja nýja hlið? Svona sé ég þetta fyrir mér:

1. Taka í burtu hurðir af frysti og ísskáp.
2. Taka í burtu skil á milli ísskáps og frysti.
3. Taka aðra hliðina alveg af.
4. leggja ísskápinn á hliðina og hækka hann á þeim enda sem hliðin var tekin úr.
5. Byggja nýja framhlið.

Liður 4 miðast við að elementið sé ekki í hliðunum.

Sounds like a plan?
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Taka kælielement af ísskáp til að smíða "ferm chamber"

Post by hrafnkell »

gugguson wrote:1. Taka í burtu hurðir af frysti og ísskáp.
2. Taka í burtu skil á milli ísskáps og frysti.
3. Taka aðra hliðina alveg af.
4. leggja ísskápinn á hliðina og hækka hann á þeim enda sem hliðin var tekin úr.
5. Byggja nýja framhlið.
1. Þetta er algengast
2. Ólíklegt að þetta gangi upp, lagnir þarna á milli.
3. Mjög algengt að það séu lagnir í hliðunum
4. pressan verður að vera upprétt. Má ekki setja hann á hliðina
5. Svipað og 1.

Myndi segja að 1 og 5 séu gæfulegustu kostirnir.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Taka kælielement af ísskáp til að smíða "ferm chamber"

Post by gugguson »

Ok, ég hugsaði þetta betur útfrá athugasemdunum þínum Hrafnkell og henti upp grófri mynd einsog þetta gæti litið út. Þarna er ísskápurinn inni í skápnum á hlið, þ.e. kassinn byggður utanum ísskápinn og síðan tvær hæðir þar sem hægt er að koma fyrir 3-4 carboyum og flöskum sem eru að eldast. Sé fyrir mér að þetta verði í um 10 gráðum þannig að ég myndi vera með bjórsafnið mitt þarna og bjór sem er að gerjast / lagerast.

Þetta yrði að sjálfsögðu klætt og hurðir þarna framaná.
Screen Shot 2013-01-27 at 23.46.25.png
Screen Shot 2013-01-27 at 23.46.25.png (1.2 MiB) Viewed 6274 times
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
Post Reply