[Óska eftir (að fá lánað)] Duvel glös

Ertu með eitthvað til sölu eða vantar þig eitthvað til að fullkomna gerjunina? Allt geriltengt má auglýsa eða óska eftir hér.
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Forum rules
Til að einfalda leitina, setjið [Til Sölu], [Óskast] eða [Skipti] fyrir framan titilinn á þræðinum.
Post Reply
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

[Óska eftir (að fá lánað)] Duvel glös

Post by halldor »

Hæ hæ

Laugardaginn 29. ágúst ætlaði ég að hafa smá bjórsmökkun heima á öllum belgísku bjórunum sem ég keypti í Belgíu í sumar :) Þetta er að sjálfsögðu aðeins fyrir boðsgesti þó það væri gaman að eiga nóg fyrir alla hér.

Á meðal þeirra bjóra sem ég keypti voru 2 x 750 ml. flöskur af Duvel og mig bráðvantar að fá lánuð 4 stk Duvel glös þar sem hann er býsna erfiður viðureignar í hellingu og þarf jafn fyrirgefandi glas og Duvel glasið er.

Ég keypti að sjálfsögðu 6 stk Westvleteren glös í gift shopinu í Westvleteren og á fyrir einhverja La Trappe bikara.

Fyrir forvitna er þetta listinn af bjórum sem ég kom með til landsins (og ég tók að sjálfsögðu bara tollinn minn... og konunnar :)

Saison Dupont
Duchesse du Bourgougne
St. Petrus Gouden Tripel
St. Petrus Oud Bruin
St. Petrus Speciale
Roquefort 10
Duvel
Leffe Brune (þurfti að kaupa eina 750 ml. af honum)
Poperinge Hommel Bier
Bush 12%
Bush Noel (líka 12%)
Tripel Karmeliet (einn af mínum uppáhalds)
Kasteel Brune 11%
Lindemans Cuvé René (Gueze - Lambic)
Lindemans Faro (Gueze - Lambic)
Liefmans Goudenband (Flemish Brown Ale)

svo keypti ég líka nokkra bandaríska:
Flying Dog - Snake Dog IPA
Flying Dog - Gonzo Imperial Porter
Zeitgeist - Black Lager
Brew Dog - Rip Tide (Twisted merciless Stout)
Anchor Old Foghorn (barleywine)
Anchor Liberty Ale
Plimmó Brugghús
User avatar
olihelgi
Villigerill
Posts: 34
Joined: 11. May 2009 21:21

Re: [Óska eftir (að fá lánað)] Duvel glös

Post by olihelgi »

Mmmm....þetta hljómar vel.

Get því miður ekki aðstoðað þig með glösin en vildi bara lýsa ánægju minni með amerísku kallana þarna, Flying Dog er frábært brugghús. Reyndar er Brew Dog frá Skotlandi en þeir gætu alveg eins verið frá USA.

Karmeliet er stórkostlegur.

Hef ekki meira að segja í augnablikinu. Það er klárt að kvöldið 29. ágúst verður gott kvöld.

Óli Helgi.
User avatar
Andri
Undragerill
Posts: 621
Joined: 5. May 2009 23:56

Re: [Óska eftir (að fá lánað)] Duvel glös

Post by Andri »

Image Ég á aðeins til svona og erdinger hveitibjórsglas :\ ég er rétt byrjaður að safna.
Í gerjun :
Á flöskum : Johannesberg Riesling (hvítvín)
User avatar
arnilong
Gáfnagerill
Posts: 259
Joined: 5. May 2009 20:30

Re: [Óska eftir (að fá lánað)] Duvel glös

Post by arnilong »

Ég á tvö stykki Dóri, ég veit að þú ferð vel með þau. Hafðu bara samband.
Í gerjun: Jólaöl 2009
Í þroskun: Bláberjalambic 2007
Í flöskum: Margt
Á næstunni: Rauchbier, Alt og eitthvað belgískt brjálæði
User avatar
Stulli
Gáfnagerill
Posts: 246
Joined: 5. May 2009 22:27
Location: 107
Contact:

Re: [Óska eftir (að fá lánað)] Duvel glös

Post by Stulli »

Sæll Halldór,

ég á einmitt líka 2 stk Duvel glös að þú getur fengið lánað. Verðum í bandi...
Sturlaugur Jón Björnsson
Bruggmeistari
Borg Brugghús
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: [Óska eftir (að fá lánað)] Duvel glös

Post by halldor »

Takk kærlega fyrir þetta stákar :)

Ég slæ á þráðinn til ykkar fljótlega :skal:
Plimmó Brugghús
Post Reply