Page 1 of 1

Vort kæli element úr Kopar röri ! Ábending.

Posted: 17. Jan 2013 00:34
by Agust
Vildi bara benda á það að í dag verslaði ég mér fimm metra af koparröri til þess að kæla vortið ! Ég hringdi á þrjá staði þar sem á tveim þeirra meterinn kostaði 1200 krónur af 3/8" röri.
Ég endaði með því að versla af Íshúsinu á smiðjuvegi.
Frábær þjónusta og þar fékk ég fimm metra á 3000 krónur. Afgreiðslumaðurinn beigði rörin fyrir mig eftir máli og gerði það að kostnaðarlausu.

vildi bara benda á þessa verslun vegna frábærrar þjónustu og góðs verðs á rörum

Image

Re: Vort kæli element úr Kopar röri ! Ábending.

Posted: 17. Jan 2013 00:45
by hjaltibvalþórs
Glæsilegt, tékka á þessu þegar ég fer í mína smíði. Takk fyrir ábendinguna.

Re: Vort kæli element úr Kopar röri ! Ábending.

Posted: 17. Jan 2013 03:11
by bergrisi
Hvaða festingar eru þetta á milli hringjana hjá þér?
Er þetta eitthvað sem þurfti að sjóða á eða eru þetta bara einhverjar smellur?

Minn kælispírall er bara vafinn í hringi en ekkert sem jafnar bilið á milli.

Re: Vort kæli element úr Kopar röri ! Ábending.

Posted: 17. Jan 2013 08:33
by hrafnkell
Þetta er flott verð. Hvað er þetta svert eirrör?

Re: Vort kæli element úr Kopar röri ! Ábending.

Posted: 17. Jan 2013 12:19
by Agust
Rörið er 3/8". Ég er ekki vel að mér í þessum röramálum þannig ég er ekki með það á hreinu í millimetrum. Mig minnir að það sé 10 millimetra rör sem er 8 mm að innanmáli.
Mér þótti það hentugt, bæði vegna þess að það var sveigjanlegra en 10 mm rörið að innanmáli og örlítið odýrara. :)

Re: Vort kæli element úr Kopar röri ! Ábending.

Posted: 17. Jan 2013 12:22
by Agust
bergrisi wrote:Hvaða festingar eru þetta á milli hringjana hjá þér?
Er þetta eitthvað sem þurfti að sjóða á eða eru þetta bara einhverjar smellur?

Minn kælispírall er bara vafinn í hringi en ekkert sem jafnar bilið á milli.
Í Hreinskilni sagt er þetta ekki mitt rör, þetta er bara mynd af netinu ætluð til að sýna þeim sem ekki eru með á hreinu hvað ég var að tala um.
Annars lítur þetta út fyrir að vera bara koparvír sem er vafinn í hringi utan um allt dótið til að halda þessu saman og bæta hitaleiðni.
Ég ætla mér að gera eitthvað svipað við minn kælispíral. Ástæðan fyrir því er eingöngu til þess að ná yfir meira rúmmál af vökva.
Las einhverstaðar að mælt væri með að setja gorm utan um kælispíralinn því þá mundi hann snerta meira rúmmál af vökva og mundi kæla hraðar.

Re: Vort kæli element úr Kopar röri ! Ábending.

Posted: 17. Jan 2013 13:09
by hrafnkell
Aðal málið er að hræra í virtinum. Flatarmálið skiptir ekki öllu máli, og eykur bara á áhyggjur með sýkingar og þannig háttar.

Ég nota alltaf 12mm koparrör í þetta, það kostar ögn meira, en er þægilegt uppá það að þá komast garðslöngur beint uppá og þarf engin fittings til að tengja kælinn.

Re: Vort kæli element úr Kopar röri ! Ábending.

Posted: 21. Jan 2013 14:49
by æpíei
Ég fór í Íshúsið og keypti 10mm rör, 5 metrar á 4000 kall. Það er listaverð. Þetta 3000 kr var sérstakt verð að hans sögn því það var afgangsbútur eða slíkt. En setti það svo sem ekki fyrir mig. Ákvað að tengja þetta inn á krana með sturtubarka sem ég átti. Fékk svo ýmis tengi og slíkt í Byko og 10mm plastbarka og hosuklemmur í Landvélum. Kemur út á um 6000 kall.

It aint pretty, but it works!
IMG_1706.jpg
IMG_1706.jpg (171.93 KiB) Viewed 13277 times

Re: Vort kæli element úr Kopar röri ! Ábending.

Posted: 21. Jan 2013 23:37
by Agust
Nú jæja, afsakið það. ég gerði mér enga grein fyrir því að þetta væri einhver afgangsbiti hjá honum. Bað bara um 5 metra og fékk 5 metra :)