bergrisi wrote:Hvaða festingar eru þetta á milli hringjana hjá þér?
Er þetta eitthvað sem þurfti að sjóða á eða eru þetta bara einhverjar smellur?
Minn kælispírall er bara vafinn í hringi en ekkert sem jafnar bilið á milli.
Í Hreinskilni sagt er þetta ekki mitt rör, þetta er bara mynd af netinu ætluð til að sýna þeim sem ekki eru með á hreinu hvað ég var að tala um.
Annars lítur þetta út fyrir að vera bara koparvír sem er vafinn í hringi utan um allt dótið til að halda þessu saman og bæta hitaleiðni.
Ég ætla mér að gera eitthvað svipað við minn kælispíral. Ástæðan fyrir því er eingöngu til þess að ná yfir meira rúmmál af vökva.
Las einhverstaðar að mælt væri með að setja gorm utan um kælispíralinn því þá mundi hann snerta meira rúmmál af vökva og mundi kæla hraðar.