bergrisi wrote:Já þetta er sá sami. Það var bara komin mun meiri lykt og mun súrari.
Hvað heldur að þetta sé? Mig grunar helst að þetta tengist því þegar ég setti á flöskur.
Þetta er einhver sýking. Einhver villigerill komist í bjórinn. Maður tekur ekkert eftir því í byrjun, en svo dundar gerillinn sér við þetta og með tímanum súrna flöskurnar.
Gæti hafa byrjað í gerjunarfötunni alveg frá byrjun, eða hugsanlega sogast úr vatnslásnum ofan í fötuna (krakkarnir ýtt ofan á fötuna án þess að þú vitir). Kannski aðeins ólíklegra við átöppun, þá gætu einhverja flöskur hafa sloppið.
Ýmislegt sem kemur til greina. Þegar svona gerist þá verður maður alltaf extra duglegur við hreinlæti, amk næstu nokkrar lagnir

Þetta er í raun eðlilegur fylgifiskur bruggunar og kemur fyrir á bestu bæjum.