sýktur bjór.

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

sýktur bjór.

Post by bergrisi »

Var að hella 24 bjórum þar sem þeir voru orðnir súrir. Voru bruggaðir í sept. og fínir fyrir mánuði.
Mér leið eins og þegar hundurinn minn dó. Átti að vísu aldrei hund en get ímyndað mér að það hafi verið svona.
Hef ekki lent í þessu áður. Þarf að komast að því hvað veldur eða drekka bjórbyrgðirnar mun hraðar.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: sýktur bjór.

Post by sigurdur »

Ef þú ert búinn að hella öllu niður, þá getur það verið of seint að greina vandamálið.
Ef þú átt einhverjar flöskur eftir, þá getur þú komið með þær á mánaðarlegan fund eða beðið einhvern um að smakka og gefa álit.

Það eru svo margir hlutir sem geta gerst .. þ.á.m. acetobacter eða oxun
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: sýktur bjór.

Post by hrafnkell »

Er þetta sami og þú gafst mér smakk af og mér fannst vera aðeins súr?
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: sýktur bjór.

Post by bergrisi »

Já þetta er sá sami. Það var bara komin mun meiri lykt og mun súrari.
Hvað heldur að þetta sé? Mig grunar helst að þetta tengist því þegar ég setti á flöskur.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: sýktur bjór.

Post by hrafnkell »

bergrisi wrote:Já þetta er sá sami. Það var bara komin mun meiri lykt og mun súrari.
Hvað heldur að þetta sé? Mig grunar helst að þetta tengist því þegar ég setti á flöskur.

Þetta er einhver sýking. Einhver villigerill komist í bjórinn. Maður tekur ekkert eftir því í byrjun, en svo dundar gerillinn sér við þetta og með tímanum súrna flöskurnar.

Gæti hafa byrjað í gerjunarfötunni alveg frá byrjun, eða hugsanlega sogast úr vatnslásnum ofan í fötuna (krakkarnir ýtt ofan á fötuna án þess að þú vitir). Kannski aðeins ólíklegra við átöppun, þá gætu einhverja flöskur hafa sloppið.

Ýmislegt sem kemur til greina. Þegar svona gerist þá verður maður alltaf extra duglegur við hreinlæti, amk næstu nokkrar lagnir :) Þetta er í raun eðlilegur fylgifiskur bruggunar og kemur fyrir á bestu bæjum.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: sýktur bjór.

Post by bergrisi »

Kannski allt í lagi að fá smá spark í rassinn og taka hreinlætið í gegn.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply