Eiríkur rauði (Indíarauðöl)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Eiríkur rauði (Indíarauðöl)

Post by Classic »

Potturinn búinn að rykfalla of lengi í prófa- og jólageðveikinni. Kominn tími til að gera eitthvað í því. Bruggaði fyrir jól APA sem fékk nafnið Leifur heppni. Í kjölfarið smeið ég stærri uppskrift úr sama grunni til að passa í IPA stílinn, og nefndi Eirík rauða. Fór með litinn upp í efri mörk stílsins og flækti verulega maltprófílinn til að liturinn passaði við nafnið. Ákvað að halda beiskjunni niðri m.v. það sem ég hef verið vanur, sem hluti af lærdómskúrfunni, er enn að átta mig upp á nýtt eftir skiptin úr extrakti og hálfri suðu yfir í plassttunnuna hvað IPU talan í forritinu þýðir í raun þegar drykkurinn er kominn í glasið ...

Sullaðist smá korn úr meskipokanum ofan í pottinn þegar ég var að vinda pokann, annars gekk þetta held ég bara eins og í lygasögu...

Uppskrift:

Code: Select all

 Eirikur Raudi - American IPA
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 24.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 80%%
OG: 1.072
FG: 1.018
ABV: 7.0%%
Bitterness: 57.9 IBUs (Rager)
Color: 15 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                  Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
 Pale Malt (2 Row) Bel Grain  2.800 kg    Yes   No  80%%   3 L
           Munich Malt Grain  2.200 kg    Yes   No  80%%   9 L
              CaraHell Grain 200.000 g    Yes   No  75%%  10 L
             CaraAmber Grain 200.000 g    Yes   No  75%%  30 L
         CaraMunich II Grain 200.000 g    Yes   No  74%%  40 L
             CaraAroma Grain 200.000 g    Yes   No  72%% 120 L
               CaraRed Grain 200.000 g    Yes   No  75%%  20 L
    Cara-Pils/Dextrine Grain 200.000 g    Yes   No  72%%   2 L
Total grain: 6.200 kg

Hops
================================================================================
                   Name  Alpha   Amount  Use       Time   Form  IBU
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 10.000 g Boil 60.000 min Pellet 21.0
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 15.000 g Boil 20.000 min Pellet 10.6
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 15.000 g Boil 10.000 min Pellet  6.8
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 15.000 g Boil    0.000 s Pellet  5.2
                Cascade  6.0%% 15.000 g Boil 30.000 min Pellet  6.8
                Cascade  6.0%% 15.000 g Boil  5.000 min Pellet  2.2
                Cascade  6.0%% 15.000 g Boil 15.000 min Pellet  3.2
                Cascade  6.0%% 15.000 g Boil    0.000 s Pellet  2.0

Yeast
================================================================================
        Name Type Form    Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 mL Primary
Miði:
Image
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
æpíei
Undragerill
Posts: 825
Joined: 14. Dec 2012 21:46

Re: Eiríkur rauði (Indíarauðöl)

Post by æpíei »

Rauður IPA! Það hef ég aldrei séð eða heyrt áður. Þú ert mögulega að koma af stað nýju trendi. Bíð spenntur eftir að heyra meira af þessu.
Post Reply