Hvaða markmið eru menn að setja sér í bjórgerðinni á komandi ári?
Ég er með svo mikinn athyglisbrest að ég er stöðugt að breyta til hvað ég ætla að gera næst svo nú ætla ég að fókusa á einn til tvo stíla í hverjum mánuði og vonandi gengur það eftir.
Í janúar er Russian Imperial Stout og skoskur ale á dagskrá
Í febrúar og mars verður sumarið undirbúið með hveitibjórum, lagerum og california steam.
Og svo framvegis.
Fann þetta plakat á netinu sem ég hafði gaman af og prentaði út í A3 og plastaði. Skemmtileg viðmiðun.
Prentaði einnig þetta út en þarna eru flestir stílar og nöfn á bjórum sem tilheyra viðkomandi stíl ef maður vill finna clone.
Einnig þetta
Annars bara takk fyrir skemmtilegt bruggár og vonandi verður 2013 okkur öllum gæfuríkt í bjórgerðinni.