GlyðruBrugg

Hér kynna meðlimir þessa spjallborðs sig sjálfir. Allir eru velkomnir í hópinn.
Post Reply
drekatemjari
Kraftagerill
Posts: 71
Joined: 18. Dec 2012 02:37

GlyðruBrugg

Post by drekatemjari »

Ég heiti Jón og er frekar nýlega byrjaður að stunda þetta fína hobby.
Biðin eftir fyrsta Coopers kit batchinu var rosalega erfið og vonbrigðin með útkomuna ennþá meiri.
Eftir þrjár Kit laganir skellti ég mér loks út í partial mash og síðan all grain núna í haust og ég sé sko ekki eftir því.
Ég vil samt taka það fram að kit laganirnar voru ótrúlega mikilvægar til að læra á processið og ég lærði alveg heilmikið af þeim og á þeim tíma fannst mér stökkið yfir í All Grain vera alveg óyfirstíganlegt en eftir að ég fann þessa snilldar síðu (FÁGUN.is) og fór að lesa um það sem fólk var að gera virtist þetta allt einhvern veginn minna í sniðum og svo var bara komið að því að skella sér í græjur.

Hingað til eru komnar þrjár kit laganir, partial mash porter og partial mash APA. All Grain - hoppy american red ale, tricentennial Ipa, enskt brúnöl og Belgian Blonde.
IPAinn finnst mér best heppnaður en það er hugsanlega vegna þess að þeir eru bestir ferskir (sæmilega ungir) og ég hef ekki haft þolinmæði til að leyfa bjórunum mínum að eldast og þroskast nægilega áður en ég byrja að drekka þá svo porterinn og brúnölið hefðu kannski skorað hærra hefði ég gefið þeim 5-6 mánuði áður en ég fór að skella þeim í sjálfan mig, vini og vandamenn.

Hlakka til að halda áfram með græjunum mínum frá Hrafnkeli og framundan eru Hafraporter, írskt rauðöl (uppskrift eftir Jamil Zainasheff) írskur stout (einnig eftir jamil), hnetu brown ale og síðan Evil Dead Red (annað hoppy rauðöl).
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: GlyðruBrugg

Post by bergrisi »

Velkominn.
Þetta er kraftmikil byrjun hjá þér.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply