Page 1 of 1

Valur K

Posted: 30. Jul 2009 00:14
by valurkris
Daginn, Valur heiti ég og er 24 ára rafvirki úr Kópavoginum.

Loksins fann ég fólk hér á landi með sama áhugamál og ég, :P ég var farin að gefa upp vonina um að brugga bjór því ég héllt að það væri hvergi hægt að fá bygg eða humla hér á landi en þessi síða er búin að leiðrétta það hjá mér.
þá er ekkert annað en að versla efni og áhöld og vona að þetta heppnist.

Eruð þið reynsluboltar að versla bygg og humla að utan eða er úrvalið sem að fæst hjá ÖB allveg nóg til að brugga góðan bjór og eru þið með einhverja uppskrift af bjór sem að er bara með humlum og byggi sem að er hægt að kaupa hjá ÖB

Kv. Valur Kristinsson

Re: Valur K

Posted: 30. Jul 2009 00:16
by Oli
Velkominn, gangi þér vel að brugga :beer:

Re: Valur K

Posted: 30. Jul 2009 00:47
by Hjalti
Velkominn!

Það væri reyndar svaka áhugavert að sjá einhverja bjóra sem algerlega eru gerðir úr Ölvisholt korni og humlum.

Eyvindur! Smíðaðu fyrir okkur uppskriftir.

Re: Valur K

Posted: 30. Jul 2009 01:46
by Eyvindur
Kíki á það.

Árni gerði einhvern bjór bara úr malti frá Ölvisholti, var það ekki?

Re: Valur K

Posted: 30. Jul 2009 15:48
by nIceguy
Sæll og velkominn. Hvað uppskrift varðar þá nota ég mikið þessa síðu hér http://hopville.com/. Hér er fín vél þar sem maður setur inn hráefnin og svo reiknar vélin bara út styrk, lit, IBU og annað skemmtilegt.

Kv

Freyr

Re: Valur K

Posted: 30. Jul 2009 18:10
by arnilong
Jú ég er með einn í gerjun sem er eingöngu úr Ölvisholtshráefnum sem lofar mjög góðu, Dusseldorf Alt. Ég setti uppskriftina inn hér á Fágun meiraðsegja. Hann er ennþá í þroskun.

Re: Valur K

Posted: 30. Jul 2009 19:13
by valurkris
Takk fyrir þessar upplýsingar, ég mun athuga Dusseldorf Alt sem Árni talar um og vonandi byrja á honum sem fyrst, en einnig væri gaman að sjá fleyri uppskriftir

Kv. Valur