Page 1 of 1

Stutt spjall í beinni um Fágun og brugg á Harmageddon

Posted: 3. Dec 2012 17:14
by Idle
Þetta átti sér heldur stuttan aðdraganda, og því náði ég ekki að tilkynna það hér í tíma. Ég veit ekki hvort hægt sé að nálgast upptökur Harmageddon eftir á, þar sem ég hef hreinlega aldrei hlustað á þá sjálfur eða kynnt mér.

Atli Fannar á X-inu hringdi í mig um 16:45, til að fræðast ögn um Fágun, brugg og slíkt. Ég nýtti tækifærið til að koma markmiðum félagsins á framfæri (lagabreytingar, fyrst og fremst), og reyna að kynda undir öðrum gerjunargreinum en bjór og víni, eins og ostum, brauði og jógúrt.
Hugsa að ég hafi staðið sæmileg skil á flestu, og gert félaginu sóma. Ef ekki... Tja, þá slaka ég bara á og fæ mér heimabrugg! :skal:

Re: Stutt spjall í beinni um Fágun og brugg á Harmageddon

Posted: 3. Dec 2012 17:23
by Proppe
Þetta dettur inn á Visi.is á næstu dögum.

Re: Stutt spjall í beinni um Fágun og brugg á Harmageddon

Posted: 3. Dec 2012 20:13
by bergrisi
Missti af þessu en viss um að þú hafir staðið þig vel og fæ mér því heimabrugg þér til heiðurs.

Re: Stutt spjall í beinni um Fágun og brugg á Harmageddon

Posted: 6. Dec 2012 12:56
by Elliara