Atli Fannar á X-inu hringdi í mig um 16:45, til að fræðast ögn um Fágun, brugg og slíkt. Ég nýtti tækifærið til að koma markmiðum félagsins á framfæri (lagabreytingar, fyrst og fremst), og reyna að kynda undir öðrum gerjunargreinum en bjór og víni, eins og ostum, brauði og jógúrt.
Hugsa að ég hafi staðið sæmileg skil á flestu, og gert félaginu sóma. Ef ekki... Tja, þá slaka ég bara á og fæ mér heimabrugg!