Balotelli (Black IPA)

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Balotelli (Black IPA)

Post by Classic »

Bruggaði þetta einhvern tímann um daginn. Var með lærling með mér svo ég steingleymdi að setjast niður og deila uppskriftinni og miðanum.

Black IPA er frekar loðinn stíll ef stíl má kalla, svo það má vel vera að þetta daðri frekar við amerískan stout, en góður bjór verður þetta held ég alveg örugglega hvað sem öllum stílapervertisma líður:

Code: Select all

 Balotelli - American Stout
================================================================================
Batch Size: 22.000 L
Boil Size: 25.000 L
Boil Time: 60.000 min
Efficiency: 75%%
OG: 1.065
FG: 1.013
ABV: 6.7%%
Bitterness: 70.2 IBUs (Rager)
Color: 31 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                 Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
 Pale Malt (2 Row) UK Grain  5.500 kg    Yes   No  78%%   3 L
            Carafa II Grain 400.000 g    Yes   No  70%% 412 L
        CaraMunich II Grain 250.000 g    Yes   No  74%%  40 L
            CaraAroma Grain 250.000 g    Yes   No  72%% 120 L
Total grain: 6.400 kg

Hops
================================================================================
                   Name  Alpha   Amount     Use       Time   Form  IBU
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 15.000 g    Boil 60.000 min Pellet 30.9
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 15.000 g    Boil 30.000 min Pellet 17.1
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 15.000 g    Boil 10.000 min Pellet  6.7
                Cascade  6.0%% 15.000 g    Boil 30.000 min Pellet  6.6
                Cascade  6.0%% 15.000 g    Boil 20.000 min Pellet  4.1
                Cascade  6.0%% 15.000 g    Boil 10.000 min Pellet  2.6
                Cascade  6.0%% 15.000 g    Boil  5.000 min Pellet  2.2
 Columbus/Tomahawk/Zeus 15.5%% 15.000 g Dry Hop 14.000 day Pellet  0.0
                Cascade  6.0%% 15.000 g Dry Hop 14.000 day Pellet  0.0

Yeast
================================================================================
        Name Type Form   Amount   Stage
 Safale S-05  Ale  Dry 11.000 g Primary
Í uppskriftina vantar flameout viðbót sem ég bætti við á síðustu stundu úr "yfirfallinu" úr pokunum, þ.e. þegar ég var búinn að vigta allar humlaviðbætur fyrir suðuna tók ég til hliðar til geymlsu nákvæmlega því magni sem ætlað var í þurrhumlum og kom afgangnum til góðra verka í flameout...

Fátt sem kemur á óvart í miðahönnuninni:
Image
Spurning um að lauma þarna inn aðvörun um að áfengi, flugeldar og baðherbergi fari illa saman..? Eða jafnvel bara "Varúð: Balotelli og flugeldar fara illa saman!".. (hlekkur brandaranum til stuðnings)
EDIT: Uppfærði miðann, of gott grín til að sleppa því :)
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
viddi
Gáfnagerill
Posts: 216
Joined: 28. May 2010 16:21
Location: Hafnarfjörður

Re: Balotelli (Black IPA)

Post by viddi »

Þessi lítur vel út, svo maður tali nú ekki um miðann sem er töff að vanda.
ViTo brugghús
Næst: Tripel
Í gerjun: Saison, Porter
Á kút: APA, Tunnuþroskaður stout
Á flösku: Haugur
Buy a man a beer and he wastes an hour. Teach a man to brew and he wastes a lifetime.
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Balotelli (Black IPA)

Post by helgibelgi »

Er þessi kominn á flöskur? Búinn að smakka?
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Balotelli (Black IPA)

Post by Classic »

Fór ekki á flöskur fyrr en milli jóla og nýárs, lítill tími í desember fyrir bjórgerð fyrir búðarkall sem er í námi með því... Stalst í eina á gamlárskvöld. Lítið að marka enn, enda var ekki komin vika, en það sem helst stóð upp úr við ótímabæra smakkið var sterkur kaffikonfektmoli í síðbúnu eftirbragði. Lofar góðu en ég ætla að bíða með frekari rannsóknir til næstu helgar.
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Balotelli (Black IPA)

Post by Classic »

Mynd segir meira en 1000 orð... Kveikir í löngunum til að kasta pílum og sprengja kínverja og láta reyna á útektarmörkin í hraðbankanum og troða í veskið "bara af því ég get það", en af einhverjum ástæðum átti ég óvenju erfitt með að klæða mig í vestið mitt... (Hlekkur á "Best of Balotelli" fyrir þá sem enn eru ekki inni í gríninu)
Attachments
balo.jpg
balo.jpg (60.06 KiB) Viewed 10610 times
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Balotelli (Black IPA)

Post by helgibelgi »

Vá hvað hann er flottur! Get ekki beðið eftir smakki :drunk:
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Balotelli (Black IPA)

Post by Classic »

Hann kemur eflaust með á febrúarfundinn.

Ég fékk fyrirspurn um miðana í PM, örugglega hefur viðkomandi bara farið takkavilt, svo ég ætla að svara því hér, þó nafnlaust ef það skyldi hafa verið pælingin bakvið pmið:
Sæll,

Það eru örugglega margir búnir að spyrja þig út í miðana á flöskunum þínum. Hvaða stærð er þetta hjá þér, ertu með eitthvað template sem þú notar? Er þetta venjulegur pappír sem þú límir á með matarlími eða álíka?
Miðinn er 9x14cm, man ekki upplausnina sem ég er að nota, örugglega bara einhver "default" stilling úr Photoshop. Breiddin er ekkert svo heilög, þetta er t.d. svipað og hjá Ölvishölti, en ívið minna en hjá Borg, en ég myndi ekki hafa hann hærri...

Skapalónið er heimatilbúið, einfalt photoshopskjal með mismunandi layerum sem ég get leikið mér með, varð til eiginlega í tvennu lagi, fyrst teiknaði ég hefðbundnari bjórmiða, þ.e. hring með trefli fyrir framan, en eftir 2-3 lagnir sá ég að það var aldrei nenna til að skreyta nema eina flösku sama hvert tilefnið var, svo ég vatt mér í að einfalda föndrið með því að útbúa rétthyrndan miða, en það mótar enn fyrir gamla hringnum, allavega í langflestum tilfellum.

Fyrir prentun stilli ég myndina af í Wordskjali því það er mis auðvelt eftir tölvum að prenta í þeirri stærð sem maður þykist hafa gert myndina í. Næ þremur á eitt blað, svo oft eru þetta 2 fullar flöskur sem eru skreyttar til viðbótar við tómu flöskuna sem fer á "minjasafnið". Lími svo á yfirleitt með föndurdoubleteipi, sem kemur svo af í heilu lagi þegar endurnýta á flöskuna. Örugglega má nota límstifti líka með minniháttar veseni við hreinsun.

Gamla lúkkið:
Image
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply