Page 1 of 1
Hátt FG = minni flöskusykur?
Posted: 2. Dec 2012 14:38
by hjaltibvalþórs
Sælir veriði.
Ég er með einn Bee Cave pale ale í gerjun hjá mér sem er búinn að vera í fötunni í tvær og hálfa viku, og er að stoppa í 1.020 (OG 1.051). Við lentum í smá vandræðum með hita í byrjun meskingar sem er líklega útskýringin. Ég stefni í að setja hann á flöskur í vikunni og er smeykur við flöskusprengjur. Ætti ég að setja minni sykur til kolsýringar og ef svo er hvaða magn ætti ég að setja? Þetta eru c.a. 19. lítrar.
Re: Hátt FG = minni flöskusykur?
Posted: 2. Dec 2012 15:55
by Idle
Ef þið hafið lent í vandræðum með hitastigið í meskingu og gerjun stoppað snemma vegna þess, þá ættuð þið ekki að þurfa að hafa áhyggjur af því að gerið taki skyndilega upp á því að borða þessar flóknu sykrur eftir að í flöskur er komið. Haldið bara áfram eins og ekkert hafi í skorist.

Re: Hátt FG = minni flöskusykur?
Posted: 2. Dec 2012 16:15
by hjaltibvalþórs
Glæsilegt, takk fyrir. Ég var búinn að fá misvísandi upplýsingar um þetta á erlendu spjallborðunum. Koma flöskusprengjur þá bara ef menn misreikna sykurinnihaldið eða bottla of snemma?
Re: Hátt FG = minni flöskusykur?
Posted: 2. Dec 2012 17:25
by Idle
Kannski ekki eingöngu, en það er áreiðanlega skýringin í langflestum tilvika. Ef þú ert einhvern tímann í vafa og vilt hafa allan vara á, þá mæli ég með að geyma flöskurnar í lokuðum plastkassa (hægt að fá þá nokkuð billega í Rúmfatalagernum). Þannig geturðu a. m. k. takmarkað tjón og þrif ef eitthvað gerist.

Re: Hátt FG = minni flöskusykur?
Posted: 2. Dec 2012 19:26
by hrafnkell
Það eru 3 ástæður fyrir flöskusprengjum, sem mér dettur í hug akkúrat eins og er:
1. Bottlað of snemma - Gerjun ekki alveg búin og gerið heldur áfram eftir að það er komið í flöskuna. Sumar (óalgengar) gertegundir eiga það til að gerja, stoppa í einhvern tíma og halda so áfram.
2. Of mikill priming sykur.
3. Sýking. Gerlar komast í bjórinn sem gæða sér á flóknu sykrunum. Gerist venjulega á löngum tíma (mánuðir)
Re: Hátt FG = minni flöskusykur?
Posted: 2. Dec 2012 22:32
by bergrisi
Ég lenti einusinni í því að flaska sprakk og það var útaf því að hitinn var of hár í skúrnum mínum. Ég er með gólfhita þar og setti tvo bjórkassa undir borð og svo bilaði ofn hjá mér og hitinn í gólfinu fór í 30 stig.
Núna passa ég að vera með flöskurnar við 20 gráður.