Þar sem ótrúlega margir voru búnir að setja þessa mynd á Facebook vegginn minn.
Þá ákvað ég að gera eitt dagatal sjálfur.
Í þessu dagatali eru Jóla-Kaldi, Jóla-Ölvisholt, Sam Adams Vinter ale, Malt jólabjór, Einstök Jólabjór og Giljagaur.
Giljagaurs bjórarnir eru á sunnudögum og 24 des. Aðrir röðuðust óreglulega.
Ætla reyndar ekki að hengja þetta upp á vegg en kassinn verður í geymslunni minni sem er um 10 gráður.
Eina spurningin er. Á maður að opna þetta dagatal á morgnana á sama tíma og krakkarnir opna sitt?