Page 1 of 1

Álímdir hitamælar

Posted: 28. Jul 2009 21:59
by Idle
Sælir, gerlar góðir.

Hvernig fylgist þið með hitastiginu á gerjunarílátunum ykkar?

Ég var að velta fyrir mér hvort einn af þessum álímdu fiskabúrsmælum væru ekki nokkuð sniðugir? Þeir fást t. d. í verslun Dýralífs á 590 kr. :)

Þessir mælar eru að vísu aðeins á skalanum 18° til 34°C, svo augljóslega henta þeir ekki til lagerbruggunar.

Re: Álímdir hitamælar

Posted: 29. Jul 2009 12:49
by Eyvindur
Ég fylgist bara nú bara með hitastiginu í kring. Set hitamæli við hliðina á ílátinu og reikna með að hitastigið í virtinum sé örlítið hærra. Hef svo sem aldrei haft þetta mjög nákvæmt.

Re: Álímdir hitamælar

Posted: 29. Jul 2009 13:42
by ulfar
Þessi lítur vel út. Ég ætti að fjárfesta í svona.

P.s. kíkið á almenna umræðu - fundur í ágúst.

kv. Úlfar