Hvar fær maður ódýr stálborð

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Hvar fær maður ódýr stálborð

Post by gugguson »

Sælir herramenn.

Ég er að spá í að koma mér upp sæmilegri bruggaðstöðu í bílskúrnum. Ég var að spá í að hafa stálborð sem mega blotna og hægt að smúla. Er einhverstaðar hægt að fá slík borð (svipað og er í iðnaðareldhúsum) á verði sem er ekki út úr korti?

J
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvar fær maður ódýr stálborð

Post by hrafnkell »

gugguson wrote:Sælir herramenn.

Ég er að spá í að koma mér upp sæmilegri bruggaðstöðu í bílskúrnum. Ég var að spá í að hafa stálborð sem mega blotna og hægt að smúla. Er einhverstaðar hægt að fá slík borð (svipað og er í iðnaðareldhúsum) á verði sem er ekki út úr korti?

J
Stál er svo ógeðslega dýrt hráefni að það er ekki nema þú grísir á eitthvað þrotabú eða eitthvað svoleiðis.

Það eru reyndar til allt í lagi frístandandi stálborð í ikea sem gætu kannski gengið fyrir þig. Fer eftir því hvað þú vilt hafa þetta stórt.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Hvar fær maður ódýr stálborð

Post by gugguson »

Já, mig grunaði að þetta væri dýrt.

Annars þarf borðið bara að vera sæmilega vatnsþolið og sterkt svo maður þurfi ekki að haga áhyggjur af því við bruggun.

Tékka á þessu í IKEA.
Takk
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Hvar fær maður ódýr stálborð

Post by bergrisi »

Ef ég væri að koma mér upp bruggaðstöðu í dag þá myndi ég vilja stóran djúpan vask svo ég gæti skolað gerjunarfötunar. Sé fyrir mér einmitt flott stálborð með stórum djúpum vask.

Gangi þér vel að finna eitthvað og ég skal líta í krinum mig.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Maggi
Gáfnagerill
Posts: 172
Joined: 22. Sep 2011 15:34

Re: Hvar fær maður ódýr stálborð

Post by Maggi »

Ég hef pælt í þessum borðum
http://www.ikea.is/products/1134" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.ikea.is/products/5828" onclick="window.open(this.href);return false;

Síðan er náttúrulega alltaf hægt að kaupa ryðfríar plötur og búa til borð úr þeim. Veit svo sem ekki verðið á þeim en Málmtækni eru með mikið úrval af plötum. Þar er einnig hægt að beygja plöturnar svo þær passi til dæmis yfir spónaplötur.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hvar fær maður ódýr stálborð

Post by hrafnkell »

Maggi wrote:Ég hef pælt í þessum borðum
http://www.ikea.is/products/1134" onclick="window.open(this.href);return false;
http://www.ikea.is/products/5828" onclick="window.open(this.href);return false;

Síðan er náttúrulega alltaf hægt að kaupa ryðfríar plötur og búa til borð úr þeim. Veit svo sem ekki verðið á þeim en Málmtækni eru með mikið úrval af plötum. Þar er einnig hægt að beygja plöturnar svo þær passi til dæmis yfir spónaplötur.
Málmtækni eru ansi dýrir, sindrason hafa verið ódýrari, amk á þeim vörum sem ég hef athugað með verðin á. Ryðfrítt verður samt seint ódýrt. Kosturinn við það að setja yfir spónaplötu er að þá getur maður notað þunnt efni og getur jafnvel beygt það sjálfur án þess að vera með einhverjar svaka græjur.
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Hvar fær maður ódýr stálborð

Post by gugguson »

Takk fyrir þetta strákar.

Ég ætla að skoða þessi ikea borð - það væri snilld ef það væri hægt að koma stærri vaski fyrir í þessum borðum.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
Post Reply