Pottar, hellur og meskjun

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Pottar, hellur og meskjun

Post by sigurdur »

Ég er búinn að vera að spá hvað aðrir meðlimir nota í pottum, hellum og við meskjun.

Ástæðan fyrir þessu er sú að ég vil sjá hvað fólk er að nota til þess að brugga almennt með korni (hvort sem að það er heilmeskjun eða hlutameskjun).

Helluborð:
Ég hef heyrt að ef maður er að velja sér helluborð, þá dugi ekki minna en 2000W helluborð til þess að sjóða virtina. Er eitthvað til í þessu, eða dugar 1500W ef maður ætlaði að nota einungis korn í bruggun? Hversu stórt helluborð notið þið?

Pottur:
Reglan "Bigger is better" á við hérna án efa, en ætti maður að fara í 50L pott til að geta mögulega bruggað 40L skammt í framtíðinni, eða ætti maður að fara bara í 32 lítra pott á meðan maður er í 20-25 lítra bruggunum og stækka við sig seinna? 50 lítra pottur kostar tæplega 2x meir en 32 lítra. (fer eftir verslunum)

Meskjunarílát:
Ég hef séð ódýrar og dýrar lausnir á þessu, en til að vera alveg hreinskilinn, þá er lang flottasta lausnin sem að ég hef séð hingað til verið sú að nota rubbermaid watercooler boxið. Það eru 2 ástæður fyrir því að þetta er flottast; 1. Þetta er einangrað ílát sem þýðir að hitatap við meskingu er mun minna en ella. 2. Það er auðvelt að taka kranann út og setja meskingarsíu í staðinn.
Ég fann hjá USPlastic rubbermaid ílát á um 60 USD http://www.usplastic.com/catalog/produc ... t_id=13868 en á 35 dali hér http://www.texastooltraders.com/General ... 94567.html .

Hvað notið þið hinir við bruggunina svo að ég fái smá samanburð við raunveruleikann?
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pottar, hellur og meskjun

Post by Eyvindur »

Ég myndi forðast að nota eitthvað minna en 3000W, nema þú sért með einhverja sérstaklega vel einangraða græju (ss. rafmagnspott, ekki helluborð). Ég hef reynt að nota 1500W spansuðuhellu og það gafst afskaplega illa. Tók einhverja 3-4 tíma að ná upp suðu og hún var mjög máttlaus. Hins vegar eru flest helluborð töluvert öflugri en það, held ég. Ég hef fengið lánað lítið og gamalt helluborð sem var 3500W, og það var nú ekkert high-end dæmi, held ég.

Ég held að þú verðir bara að gera það upp við þig sjálfur hvort þú vilt kaupa 32l eða 50l pott. Ég er sjálfur með 50l, og sé alveg fram á að gera tvöfalda skammta í framtíðinni. Það væri allavega svekkjandi að langa að gera það eftir ár eða eitthvað, en eiga þá ekki nógu stóran pott í það. Athugaðu líka að ef þú kaupir 50l pott ættirðu að kaupa meskiílát sem er stærra en 30l, svo þú hafir nóg pláss fyrir svo stóra meskingu.

Ég myndi sjálfur byrja á að skoða úrvalið af kæliboxum hérna heima áður en þú ferð í að panta eitthvað að utan. Nú fer allt svoleiðis að fara á útsölur, og þá ætti að vera lítið mál að gera góð kaup. Ég hef sjálfur verið að nota plastfötu og svefnpoka, og það hefur gefist mjög vel, en væri alveg til í að eignast eitthvað betra...
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Hjalti
Yfirgerill
Posts: 671
Joined: 5. May 2009 13:45
Location: Grafarvogur
Contact:

Re: Pottar, hellur og meskjun

Post by Hjalti »

Ég sá eitt kælibox í auglýsingu frá Ellingsen sem er 40L og kostar undir 8000 kall.

Leit mjög vel út í auglýsinguni :)
Jörvi Brauhaus

Að gerjast: Ekkert :(
Að aldrast: Jörvi Jólabjór, ESB - Engin Sérstakur Bjór, Fuck you up IPA, Jörvi Irish Red Ale, Jörvi Real Ale og EdWorts Apfelwein
Að planast: Fyrsti all grain bjórinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Pottar, hellur og meskjun

Post by sigurdur »

Það kraftmesta sem að ég finn er http://www.ht.is/index.php?sida=vara&vara=6534, 2000W.

Ég veit ekki hvort maður eigi að treysta spanhelluborðum fyrir að hita upp þessa potta, sérstaklega miðað við að ef pottarnir eru með álmiðju (sumir eru þannig), og ekki þykkbotna segulleiðandi spanhellupottar, þá er erfitt að réttlæta kaup á spanhellum, mun frekar að nota keramik, eða gömlu góðu hellurnar tel ég til að fá hita í pott.

En með kæliboxið, þá sé ég það ekki á síðunni þeirra, ætli maður verði ekki bara að renna upp eftir og skoða þetta, takk fyrir það Hjalti
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pottar, hellur og meskjun

Post by Eyvindur »

Það virka auðvitað bara sumir pottar á spansuðu. Minn gerir það. En nei, ég myndi ekki kaupa spansuðuhellu, og ekki heldur keramik. Held að gömlu góðu séu bestar.

http://ht.is/index.php?sida=vara&vara=AKT310IX
- Þessi er 3500W, en ansi dýr.

Þú verður klárlega að vera með tveggja hellu borð og nota báðar hellurnar. Annað gengur ekki, nema þú sért með mjög öflugan gasbrennara, held ég.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Pottar, hellur og meskjun

Post by Idle »

Ég dreif mig í Fastus í dag og keypti bara 22 lítra pott - hef ekki pláss fyrir mikið meira en það á eldavélinni, og legg ekki í mikið meiri fjárútlát að svo stöddu. Það hlýtur að nægja í allt að 15 lítra skammta - sem dugir mér ágætlega, hugsa ég. :)
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Pottar, hellur og meskjun

Post by sigurdur »

Mig minnir alveg endilega að ég hafi séð einnar hellu 2000W helluborð í Ölvisholti þegar ég fékk að skoða græjurnar þeirra. Hinsvegar voru 2 svoleiðis og gæti verið að þeir hafi notað báðar hellurnar.

Annars er hér annað helluborð með tveim hellum, önnur 1.800W og hin 1.500W sem að gerir 3.300W, fyrir ekki minna en tæp 8.000 kr. íslenskar. Ódýrari en ein 2.000W hella sér. http://www.ht.is/index.php?sida=vara&vara=650004

Ég var einnig að koma úr skoðunarferð úr Ellingsen, og því miður voru allir 40 lítra 8.900 kr kæliboxin búin, og það sem að kom næst voru einhver kælibox á 19.000 kr, ~50 lítra. Akkúrat núna er 25% afsláttur hjá þeim og verður út þessa viku og eitthvað fram í næstu skildist mér. 19.000 kr kæliboxið er semsagt á eitthvað um 15.000 kr. Það voru ódýrari box þarna, en stærsta "ódýra" boxið var 28 lítra, sem þýðir að það getur náð mögulegu max 20 lítra virti myndi ég búast við.
Ég held að Ellingsen muni ekki halda aðra útsölu.

Rubbermaid kæliboxið er 10 gallon, eða tæplega 38 lítrar og kostar 35 dali þar sem ég fann það ódýrast. (plús s&h og viðbættum kostnaði á íslandi). Það gerir kanski nálægt 15.000 komið til landsins ef pantað er eitt stykki.

Idle, miðað við verðin sem að þú settir inn áður, þ.e.a.s. fyrir pottana, þá held ég að ég fari ekki undir 32 lítra pottinn... Það verður samt gaman að heyra hvernig notkunin mun vera hjá þér með þennan pott.

EDIT: Ég tók eftir því að helluborðið var ein 1.500W og ein 800W sem að gerir 2300W í staðinn fyrir 3300W ... :s Spurning með að finna annað þá ...

EDIT 2: Það gæti verið bara best að kaupa 2 svona http://www.ht.is/index.php?sida=vara&vara=650003 fyrir 5 þúsund stykkið, þá ætti maður að koma út í minni mínus. (1500w plötur).
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Pottar, hellur og meskjun

Post by Idle »

sigurdur wrote:Idle, miðað við verðin sem að þú settir inn áður, þ.e.a.s. fyrir pottana, þá held ég að ég fari ekki undir 32 lítra pottinn... Það verður samt gaman að heyra hvernig notkunin mun vera hjá þér með þennan pott.
Ég var líka frekar svekktur þegar ég áttaði mig á hvað hinn var stór, og alltof stór fyrir helluborðið mitt. En bráðum kemur betri tíð með bjór í maga! Þá er aldrei að vita nema maður stækki við sig, ef þetta reynist ekki nóg. Samt, sem nýgerill í faginu, vil ég heldur sjóða oftar og minna í einu - minna að hella niður ef ég klúðra einhverju. :|
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Pottar, hellur og meskjun

Post by sigurdur »

Ég get ekki sagt að ég sé sammála þér með þetta point of view...

Til að útskýra betur hvað ég á við, þá kemur tilvitnun í Bender B. Rodriguez (Futurama: The deep south):
If I'm not going to catch a fish, I might as well not catch a big fish.
User avatar
Eyvindur
Æðstigerill
Posts: 2278
Joined: 5. May 2009 19:28
Location: Hafnarfjörður

Re: Pottar, hellur og meskjun

Post by Eyvindur »

28 lítra meskiker er nóg fyrir hátt í 40 lítra af meðalsterkum bjór (miða þá við 5kg af korni). Til að meskja 5 kg (meðalmagn í 20l) þarf um 15l pláss. Þannig að 28l meskiker dugar klárlega fyrir allavega 30l. Og jafnvel 40l ef maður hefur meskinguna svolítið þykka.

Strákar, viljið þið ekki kíkja í góða hirðinn áður en þið gerið nokkuð annað? Þar er oft hægt að fá helluborð fyrir slikk.
Slæmdægur Brugghús
Í gerjun: Imperial Mild
Á flöskum: Allskonar gamalt dót
Á kút: London Porter, Norskt sveitaöl
Framundan: Bjór

Smelltu hér til að gera ekkert.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Pottar, hellur og meskjun

Post by sigurdur »

Ekki slæm hugmynd hjá þér Eyvindur, góði hirðirinn gæti átt eitthvað. Takk ;)
Post Reply