Verkefni helgarinnar

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Verkefni helgarinnar

Post by Classic »

Tók á því um helgina og hnoðaði í tvær tunnur af bjór. Föstudagskvöldið fór í hafraporter, þarf sennilega ekki að pósta uppskriftinni, það þekkja hana flestir, enda kemur hún bara tilbúin í poka frá Hrafnkeli. Minn porter er þó aðeins frábrugðinn því í hann vantar síðustu humlaviðbótina vegna tæknilegra mistaka. Efast um að það komi mikið að sök, hefði allavega verið mun verra að gleyma 60 mínútna viðbótinni :)

Nefndi hann Eyvind í höfuðið á höfundi uppskriftarinnar:
Image

Svo var það Leifur heppni, Vínlandsfölöl. Einfaldur APA, bitraður með humli nefndum eftir manni sem þóttist hafa fundið Ameríku, svo mér fannst við hæfi að nefna ölið eftir öðrum eldri Ameríkulandkönnuði:

Code: Select all

 Leifur heppni - American Pale Ale
================================================================================
Batch Size: 21.000 L
Boil Size: 24.000 L
Boil Time: 1.000 hr
Efficiency: 80%
OG: 1.053
FG: 1.013
ABV: 5.2%
Bitterness: 38.3 IBUs (Rager)
Color: 8 SRM (Morey)

Fermentables
================================================================================
                 Name  Type    Amount Mashed Late Yield Color
 Pale Malt (2 Row) UK Grain  3.000 kg    Yes   No   78%   3 L
          Munich Malt Grain  1.300 kg    Yes   No   80%   9 L
            Caraamber Grain 300.000 g    Yes   No   75%  30 L
Total grain: 4.600 kg

Hops
================================================================================
                   Name Alpha   Amount   Use     Time   Form  IBU
 Columbus/Tomahawk/Zeus 14.5% 18.000 g  Boil 1.000 hr Pellet 38.3
                Cascade  5.4% 25.000 g Aroma  0.000 s Pellet  0.0

Misc
================================================================================
       Name   Type  Use   Amount       Time
 Irish Moss Fining Boil 5.000 mL 15.000 min

Yeast
================================================================================
                  Name Type   Form     Amount   Stage
 Wyeast - American Ale  Ale Liquid 125.000 mL Primary
Image

Þeir bræður reka nú við af fullum krafti hvor í takt við annan og lyktin í íbúðinni er svolítið eftir því. Mikið líf í þeim :skal:
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
User avatar
helgibelgi
Undragerill
Posts: 773
Joined: 6. Nov 2010 22:29
Location: Reykjavík, Iceland
Contact:

Re: Verkefni helgarinnar

Post by helgibelgi »

Stórt læk á þetta!

Ég verð síðan að fá þig til að kenna mér að búa til svona flotta miða! :skal:
Post Reply