Að vista bjór

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Að vista bjór

Post by Feðgar »

Eftir að hafa lesið það að LAVA bjórinn verði bara betri eftir langa geymslu, sjá hér http://www.fagun.is/viewtopic.php?f=6&t=32" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;" þá fór ég og verslaði mér nokkra bjóra sem verða bara settir niður í kjallara til að eldast.

Ég fór sérstaklega til að versla mér LAVA og La Trappe Quadrupel, en þá sá ég nýja bjórinn frá Borg "Lúðvík", svo ég varð auðvitað að versla mér kippu til að prófa.

Svo ég er kominn með þrjár (edit, nokkra) gerðir í geymslu:
LAVA
Quadrupel
og Lúðvík
og Gipsy Juice
og Old Foghorn

Ég er að pæla í að drekka fyrst einhvað af þeim jólin 2013 og jafnvel vera búinn að koma mér upp einhverju safni í millitíðinni.

En hvaða bjórar mundir þú láta eldast hjá þér?
Last edited by Feðgar on 8. Oct 2012 17:34, edited 1 time in total.
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Að vista bjór

Post by gr33n »

Sjálfur er ég með nokkra Lava, nokkra Quadrupel, Old Foghorn í nokkurra ára geymslu
Svo er ég með nokkra í nokkurra mánaða til ársgeymslu (Tripel, Lúðvík og Snorra)

En það er alltaf að bætast reglulega við.... þannig að þetta verður bara hringrás af bjórum ;)
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Að vista bjór

Post by Feðgar »

Nú veit ég í rauninni ekkert hvernig bjór Lúðvík er. Er ráð að geyma hann BARA í nokkra mánuði?
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Að vista bjór

Post by gr33n »

Feðgar wrote:Nú veit ég í rauninni ekkert hvernig bjór Lúðvík er. Er ráð að geyma hann BARA í nokkra mánuði?
Lúðvík er Dobbelbock.... Borg talar um að hann toppi eftir eitt ár.
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Að vista bjór

Post by Feðgar »

Já vissi að hann væri Doppelbock en ekki hvernig hann mundi eldast u see ;)

Svo er ég búinn að vera með Gypsy Juice í ísskápnum hjá mér í meira en hálf ár. Vitið þið hvort það sé einhvað vit í því að geyma hann áfram.

Hef einhverra hlutana vegna aldrei fundið hjá mér löngunina til að drekka hann.
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Að vista bjór

Post by gr33n »

Feðgar wrote:Já vissi að hann væri Doppelbock en ekki hvernig hann mundi eldast u see ;)

Svo er ég búinn að vera með Gypsy Juice í ísskápnum hjá mér í meira en hálf ár. Vitið þið hvort það sé einhvað vit í því að geyma hann áfram.

Hef einhverra hlutana vegna aldrei fundið hjá mér löngunina til að drekka hann.
8% imperial ætti nú alveg að geymast.... en það er spurning hvort það sé ekki betra að geyma við hærri hita.
En svo er það náttúrulega smekksatriði hvenær menn og konur telja að bjórinn sé hvað bestur, en humlabragðið minnkar m.a. með aldrinum en þó ekki biturleikinn sbr Barley Wine sem er náttúrulega rosalega bitur án þess að vera mjög humlaður... enda fínn bjór til að geyma. IPA myndi ég aldrei geyma.... en það er spurning með DIPA, en hann verður nærri Barley wine í áferð við geymslu (hef ég lesið... ég myndi samt sennilega aldrei geyma DIPA).

Þannig að ég segi, Stórir lítið humlaðir bjórar geymast, en það er spurning hvernig bragðið verður. Sumir verja jafnvel betri ef þeir fá aðeins að oxast.

En þetta er bara það sem ég er búinn að vera lesa mig til um á netinu og í bókunum mínum, en ég er frekar nýbyrjaður að geyma bjóra ;)
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Að vista bjór

Post by bjarkith »

Örugglega gaman að geyma Gypsie Juice þar sem hann er með brett í en ég myndi passa mig þegar ég opna hann, ég hef séð þá freyða allt kröftulega enda brettinn búinn að bæta verulega í kolsýruna.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Að vista bjór

Post by Feðgar »

Ok þá fer gipsy í kjallarann. En hversu lengi? Hann er nú þegar orðinn meira en hálfsárs.
Er hann ekki líka gerjaður með Saison? Hvernig eldist slíkt?

Svo fann ég einn Old Foghorn svo hann fær að bíða jólanna 2013 hið minnsta.
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Að vista bjór

Post by halldor »

Ég mæli með að geyma eftirfarandi í nokkur ár:
Westmalla Dubbel
Chimay Blue

Svo finnst mér geggjað að geyma bock og doublebock lengi
Plimmó Brugghús
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Að vista bjór

Post by Plammi »

Ég keypti þessa um helgina: Anchor Porter og Meantime Chocolate Porter.
Græði ég eitthvað á að geyma þá? Ég er ekkert að deyja úr spenningi með Meantime bjórinn (mun líklegast opna hann eftir hálftíma) en ég er frekar spenntur fyrir Anchor Porternum. Þess vegna mundi ég vilja dæma hann miðað við að hann sé búinn að ná fullum bragðgæðum.
Einnig er ég að pæla í að leggja í Hafra Porter á næstunni, eftir hvað langan tíma toppar hann? Ég er þá að miða við að leggja í á þannig tíma að hann toppi á þessum tíma á næsta ári (mér sýnist smekkur minn á öli vera línulegur við hve lengi sólin er á lofti).
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
tolvunord
Villigerill
Posts: 25
Joined: 28. Aug 2009 13:40
Contact:

Re: Að vista bjór

Post by tolvunord »

Geyma bjór... hvaða vitleysa er það :D ... mmmm Lúðvík
Í gerjun: Tri-Centennial, Bee-Cave
Í þroskun:
Á flöskum:Jólaöl
Næst í gerjun : Jólaöl
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Að vista bjór

Post by gr33n »

Plammi wrote:Ég keypti þessa um helgina: Anchor Porter og Meantime Chocolate Porter.
Græði ég eitthvað á að geyma þá? Ég er ekkert að deyja úr spenningi með Meantime bjórinn (mun líklegast opna hann eftir hálftíma) en ég er frekar spenntur fyrir Anchor Porternum. Þess vegna mundi ég vilja dæma hann miðað við að hann sé búinn að ná fullum bragðgæðum.
Einnig er ég að pæla í að leggja í Hafra Porter á næstunni, eftir hvað langan tíma toppar hann? Ég er þá að miða við að leggja í á þannig tíma að hann toppi á þessum tíma á næsta ári (mér sýnist smekkur minn á öli vera línulegur við hve lengi sólin er á lofti).
Ég efast um að þú græðir mikið á því að geyma þá. Kanski mildast þeir eitthvað en ég efa það, enda sennilega ekki alveg glænýjir af kúnni eins og maður segir. Sennilega búnir að fá sína 2-6 mánuði til að þroskast.
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Að vista bjór

Post by hrafnkell »

Líklega rétt hjá gr33n. Það sakar ekki að geyma þá í 1-2 ár, en græðir líklega lítið á því. Almennt séð eru það venjulega stórir bjórar eða lambic/brett bjórar sem maður er að geyma til lengri tíma.
User avatar
Plammi
Gáfnagerill
Posts: 269
Joined: 24. Mar 2012 14:09

Re: Að vista bjór

Post by Plammi »

gr33n wrote:Ég efast um að þú græðir mikið á því að geyma þá. Kanski mildast þeir eitthvað en ég efa það, enda sennilega ekki alveg glænýjir af kúnni eins og maður segir. Sennilega búnir að fá sína 2-6 mánuði til að þroskast.
Fann einmitt ekkert um geymslu á þessum tilteknum bjórum eða stílum heldur þannig að ég drakk þá báða. Voru báðir mjög ljúfir, Súkkulaði porterinn kom mér sérstaklega á óvart þar sem ég átti ekkert von á að ég mundi fíla súkkulaðibragð af bjórnum mínum.
Anchor Porter batt ég miklar vonir við og hann fór alveg fram úr væntingum, einstaklega ljúfur og bragðgóður, bjór sem verður pottþétt keyptur aftur.
Í gerjun:
Á flöskum/Kút: Very Hoppy Saison
Næst á dagskrá: Zombie, Hádurtur I revisited
Hans Klaufi á FB
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Að vista bjór

Post by Feðgar »

Hvað með La Trappe Bock? (fékk mér eina stóra flösku með kork tappanum)

Víking Jóla Bock?

Black Death Stout?

Eru kannski einhvað af seasonal bjórum í boði núna sem maður ætti að setja til hliðar fram að næstu jólum?

Veit að Giljagaur mundi eldast vel en efast að ég nái einum þar sem hann kemur víst ekki í Vínbúðina í Keflavík (Ljóta búllan sú)
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Að vista bjór

Post by gr33n »

Feðgar wrote:Hvað með La Trappe Bock? (fékk mér eina stóra flösku með kork tappanum)

Víking Jóla Bock?

Black Death Stout?

Eru kannski einhvað af seasonal bjórum í boði núna sem maður ætti að setja til hliðar fram að næstu jólum?

Veit að Giljagaur mundi eldast vel en efast að ég nái einum þar sem hann kemur víst ekki í Vínbúðina í Keflavík (Ljóta búllan sú)
Giljagaur á eftir að geymast vel.
Einstök Doppelbock geymdist vel í fyrra (fékk mér einn ársgamlan um daginn sem var mjög góður), sé ekki af hverju hann ætti ekki að gera það sama núna.
Gæti alveg séð víking bock eldast.
Mikkeller (utan Hoppy christmas), hugsa ég að geymist vel.
Hef ekki græna með La Trappe Bock... en af hverju ekki bara tékka á því.

Ég segi bara um að gera að prufa, það er það sem ég er að gera. Tékka á hinum og þessum bjórum og sjá hvað gerist. Sumir verða æðislegir á meðan aðrir verða ódrekkanlegir.

Svo þarf ekkert alltaf að geyma bjórana í ár eða meira. Sumir eiga það skilið að þroskast kanski í 2-6 mánuði (sbr. Snorri nr.10 )
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Að vista bjór

Post by hrafnkell »

Getur pantað giljagaur á vinbudin.is, fengið sent í vínbúðina þína.

Af jólabjórunum þá ættu þessir amk að geymast (og verða betri)

anchor
mikkeller fra til (?)
giljagaur
doppelbock
jólabock


latrappe bock held ég að njóti alveg góðs af geymslu líka. hann er góður fyrir, og bragðið heldur bara áfram að þróast. Það þarf ekki endilega að vera að bjór verði miklu betri af geymslu, stundum breytist hann bara og verður að einhverju öðru, oft aðeins mildari.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Að vista bjór

Post by bergrisi »

Þú getur pantað hvað sem er í vínbúðinni. Ég pantaði tvær kippur af Giljagaur, tvær af Einstök jolabjor, einnig Myrkva og Lúðvík. Enginn aukakostnaður og kemur einum, tveim dögum seinna.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Að vista bjór

Post by AndriTK »

hrafnkell wrote:Getur pantað giljagaur á vinbudin.is, fengið sent í vínbúðina þína.

Af jólabjórunum þá ættu þessir amk að geymast (og verða betri)

anchor
mikkeller fra til (?)
giljagaur
doppelbock
jólabock


latrappe bock held ég að njóti alveg góðs af geymslu líka. hann er góður fyrir, og bragðið heldur bara áfram að þróast. Það þarf ekki endilega að vera að bjór verði miklu betri af geymslu, stundum breytist hann bara og verður að einhverju öðru, oft aðeins mildari.

held klárlega að santa's little helper verði betri með geymslu. Fra til ætti einnig ekki að versna í það minnsta og svo er 10 ára stimpill á RedWhite - hvort hann verði betri með tímanum skal ég ekki segja um, en líklega þá breytist hann aðalega. Giljagaur pottþéttur til geymslu, finnst hann þó mjög góður núna en verður gaman að sjá hvernig hann þróast.
Post Reply