Page 1 of 1

Rosalega Robust Porter

Posted: 1. Oct 2012 00:21
by Feðgar
Við settum í lögun númer 2 í nýju græjunum í kvöld.

Þetta skiptið var það Robust Porter.

Einhvað þurfum við að kynnast nýju tækjunum betur því við höfum aldrei skotið svona langt yfir OG áður.

Enduðum með 56 l. af 1.070 virt en OG átti samkvæmt 90% nýtni að vera 1.065 í 56 l.
Áður höfðum við mest farið 2 punkta yfir miðið við rétt magn.

Notuðum 14 kg. af korni sem sennilega er það mesta sem við getum komið fyrir miðað við þessa uppsetningu.
IMG_0291.jpg
IMG_0291.jpg (241.45 KiB) Viewed 20558 times
Ég ætla að setjast niður yfir reiknivélunum á næstunni og ath. hvað þetta gefur í BHE. Já annað hvort það eða hvort ég hafi einhvað misreiknað mig þegar ég gerði uppskriftina.

Re: Rosalega Robust Porter

Posted: 1. Oct 2012 09:25
by bergrisi
56 lítrar af porter munu örugglega endast ykkur út öldina.

En það verður gaman að sjá þessar græjur.

Re: Rosalega Robust Porter

Posted: 1. Oct 2012 09:32
by hrafnkell
Þessi svínlúkkar. Hvernig var uppskriftin?

Ég myndi jafnvel fara að pæla í að lækka nýtnina ef þið eruð alltaf um og yfir 90%. Skv því sem ég hef lesið vill maður helst ekkert vera að fara mikið yfir 85%.

Re: Rosalega Robust Porter

Posted: 1. Oct 2012 16:24
by Feðgar
Já ok. Veistu afhverju maður vill ekki hafa hana svona háa?

Satt best að segja veit ég ekki hvernig ég ætti að fara að því að lækka hana. Þetta var ekki smíðað með það í huga að yfirskjóta einhvað hvað nýttni varðar, þetta virkar bara svona.

Ég er með uppskriftina á annari tölvu, skal pósta henni þegar ég get.

Re: Rosalega Robust Porter

Posted: 1. Oct 2012 16:39
by hrafnkell
High mash efficiency can cause graininess and astringency
Fann lítið meira um þetta með einni google leit (nennti ekki meiru), en þetta er það sem mig minnti - Hugsa að ég hafi lesið þetta í einhverri bókinni.

Ef þú vilt lækka nýtnina þá gæti dugað að hræra í styttri tíma, t.d. bara í dough-in, þeas fyrstu mínúturnar í meskingunni.

Re: Rosalega Robust Porter

Posted: 1. Oct 2012 16:50
by Feðgar
Já en þá getum við ekki dælt í gegnum kornið eins og við gerum og þá hættir hitaneminn að fá rétt signal.

Ég hef ekki tekið eftir því að við séum að glíma við þessi tvö vandamál.

Það sem við þurfum að ná betri tökum á að mínu mati er kolsýringin, hún er búin að vera svona hit n miss stundum. Aðallega vegna þess að við erum ekki nógu duglegir að fylgjast með meðan á henni stendur.

Það á reyndar eftir að koma í ljós hvernig þessi heppnast. Þetta er þyngsti bjórinn sem við höfum gert og sennilega er nýttnin með þeirri mestu líka. En það er einmitt einhvað sem ég átti ekki vona á.

Re: Rosalega Robust Porter

Posted: 1. Oct 2012 20:10
by gunnarolis
Ef þið viljið minnka nýtnina er mest effective leiðin til þess að mala grófar mundi ég halda.

Ef þú finnur ekkert aukabragð af bjórnum með 90% nýtni mundi ég bara segja ykkur að halda áfram. Ef þið finnið astringency getiði farið að laga þetta eitthvað til.

1. world problems.

Re: Rosalega Robust Porter

Posted: 1. Oct 2012 20:33
by sigurdur
Samherping (astringency .. ordabok.is FTW) er eitthvað sem þið þurfið yfirleitt ekki að hafa áhyggjur af við FWB [full volume brewing] (þið eruð með FWB, ekki satt?).

Þetta á rétt á sér þegar verið er að notast við sískolun (e. fly-sparging) og skammtaskolun (e. batch sparging) (þó aðallega það fyrrnefnda).

Þegar verið er að nota mikið af vatni til að skola kornið -of mikið- (til að ná betri nýtni) þá hækkar pH gildi meskingarinnar það mikið að tannín byrjar að leysast úr hisminu. Þegar verið er að framkvæma sískolun, þá er gott að hafa sýrustigsmæli og mæla virtinn sem verið er að draga úr meskikarinu. Ef sýrustigið nálgast pH 6, þá þarf að stöðva flæðið og láta gott heita.

Það að minnka nýtnina viljandi með því að mala kornið mun grófar er bara kjánalegt að mínu mati og engin þörf á því.

Þið ættuð bara að halda ykkar striki og vera ánægðir ef nýtnin ykkar helst jöfn og yfirleitt alltaf á mjög svipuðu reiki.

Re: Rosalega Robust Porter

Posted: 2. Oct 2012 22:40
by Feðgar
Við skolum kornið með 10 lítrum sem gefur okkur 63-65 lítra Pre-Boil. Höfum fundið að það fer einn líter af virt á móti hverju kílói af korni þegar það er hýft upp úr.

Hérna er uppskriftin.
Hugsunin á bak við þessa uppskrift var að fá maltaðan og mjúkan en samt sterkan Porter sem héldi vel haus.

75.1 % 10.5 kg. Munich I 50.2 12.1
7.1 % 1.0 kg. Flaked Barley 4.1 0.3
7.1 % 1.0 kg. Carafa I 3.9 42.9
3.6 % 0.5 kg. Aromatic 1.9 1.8
1.8 % 0.25 kg. Carafa Special III 1.0 21.4
1.8 % 0.25 kg. Wheat Malt 1.3 0.1
1.8 % 0.25 kg. Roasted Rye 0.9 17.9
1.8 % 0.25 kg. CaraAroma 120L 1.1 4.3

61.2 % 115 gr. Fuggles 4.7% 60 min
24.0 % 45 gr. East Kent Goldings 6.0% 60 min.
14.9 % 28 gr. East Kent Goldings 6.0% 15 min.

Við áttum allt kornið til á "lager" hjá okkur og humla áætlunin er sú sama og við vorum með í porter sem okkur líkaði mjög vel.

Re: Rosalega Robust Porter

Posted: 3. Oct 2012 16:04
by Feðgar
Ykkur er frjálst að krítisera uppskriftina. Við erum ekki það vel að okkur í stílum að við séum að brugga eftir stíl. Setjum bara saman í það sem við höldum að verði gott :D

Re: Rosalega Robust Porter

Posted: 3. Oct 2012 16:34
by hrafnkell
Þetta lítur ágætlega út, en mér finnst frekar mikið að setja 1.5kg (~11%) af ristuðu malti í eina uppskrift. Weyermann segir t.d. "up to 5%" við ristuðu kornin hjá sér. Kemur allavega í ljós hvernig það verður :)

Re: Rosalega Robust Porter

Posted: 3. Oct 2012 19:12
by Feðgar
Já svona vantar upp hjá manni í fræðunum.
Ég vildi frekar nota Carafa 1 en Roasted Barley í von um að fá minni beiskju úr ristaða korninu. Hvort það var einhvað vit í því veit ég ekki. En til að ná SRM í sirka 35 þá þurfti bara þetta mikið.
Svo hafði ég aldrei notað Roasted Rye áður og setti það með þess vegna, í stað RB þar að segja.

Eitt sem ég hef smá áhyggjur af er það hvort hann verði of maltaður með Munich grunnmalt plús Aromatic malt. En það kemur bara í ljós.

Re: Rosalega Robust Porter

Posted: 11. Oct 2012 21:47
by Feðgar
Jæja við smökkuðum Porterinn, beint úr gerjunartunnunni og við 21c og verð bara að segja að hann er himneskur.

Re: Rosalega Robust Porter

Posted: 15. Oct 2012 13:41
by helgibelgi
Þessi uppskrift gerir mig þyrstan!