Við settum í lögun númer 2 í nýju græjunum í kvöld.
Þetta skiptið var það Robust Porter.
Einhvað þurfum við að kynnast nýju tækjunum betur því við höfum aldrei skotið svona langt yfir OG áður.
Enduðum með 56 l. af 1.070 virt en OG átti samkvæmt 90% nýtni að vera 1.065 í 56 l.
Áður höfðum við mest farið 2 punkta yfir miðið við rétt magn.
Notuðum 14 kg. af korni sem sennilega er það mesta sem við getum komið fyrir miðað við þessa uppsetningu.

- IMG_0291.jpg (241.45 KiB) Viewed 20554 times
Ég ætla að setjast niður yfir reiknivélunum á næstunni og ath. hvað þetta gefur í BHE. Já annað hvort það eða hvort ég hafi einhvað misreiknað mig þegar ég gerði uppskriftina.