Fyrsta tilraun til heimasmíði

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
offi
Villigerill
Posts: 24
Joined: 26. Aug 2012 10:48

Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by offi »

Jæja, ég er langt kominn með að gera mínar fyrstu græjur. Ég ákvað að hafa ryðfrítt í þessu, svo ég keypti mér 36L pott í Fastus, sem Hrafnkell gataði svo fyrir mig. Meskifatan er líka ryðfrí. Ég er með 50 mesh net utan á ryðfrírri grind og öll samskeyti inni í fötunni verða svo lokuð af með sílikoni, svo það smjúgi ekki "matarleifar" einhvers staðar á bak við. Ég verð svo með dælu frá botni og upp í meskifötuna til að fá hringrás í meskingunni.

Afraksturinn verður svo settur á kúta. Ég er að bíða eftir þriggja krana setti frá KegConnection og get ekki beðið eftir því að gata ísskápshurðina! Ég keypti mér reyndar líka Blichmann Beer Gun og kem til með að prófa að setja þetta á flöskur, svona þegar maður þarf að yfirgefa heimilið! :D

Nú er bara rafmagnið eftir. Ég á eflaust eftir að reka mig eitthvað á, en þá á maður vonandi góða að hérna! :)
Attachments
Meskifatan í pottinum
Meskifatan í pottinum
IMG_4104.jpg (122.29 KiB) Viewed 47511 times
Meskifatan við dreneringu
Meskifatan við dreneringu
IMG_4105.jpg (120.43 KiB) Viewed 47511 times
Ísskápurinn góði
Ísskápurinn góði
IMG_4099_small.jpg (153.43 KiB) Viewed 47511 times
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by sigurdur »

Þetta er flott.. og kostnaðarsamt.
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by bergrisi »

Flottar græjur. Gangi þér vel með þetta.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by Feðgar »

Þetta er flott. Hvernig element ertu að spá í að nota?
offi
Villigerill
Posts: 24
Joined: 26. Aug 2012 10:48

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by offi »

Ég er með 3500W element. Megnið af dótinu í kringum meskingu og suðu er keypt hjá Hrafnkeli. Er svo að ganga frá rafmagnsdótinu núna, en sá svo þessa snilldargræjur ykkar feðga og fór að spá í hvort ég ætti að græja mér hræru í gegnum lokið og nota annars ónotaðan snúningsmóturinn með gasgrillinu í það verkefni! Það er til skoðunar. Annars ætla ég að reyna að fara koma þessu í gagnið. Bíð svo spenntur eftir krönum og dóti frá KegConnection og Midwestsupplies.
User avatar
garpur
Villigerill
Posts: 35
Joined: 28. Feb 2012 23:24

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by garpur »

Lítur ansi vel út!

Má ég forvitnast hvar þú fékkst meski netið?

kv.
Bjarki
Græjurnar: 75 lítra suðupottur (þvotta), 5500W element, counter flow chiller/heater, March 815 dæla, Auber 2352 hitastýring, humlakónguló.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by hrafnkell »

garpur wrote:Lítur ansi vel út!

Má ég forvitnast hvar þú fékkst meski netið?

kv.
Bjarki
Færð ryðfrí net í öllum möskvastærðum í poulsen í skeifunni veit ég. Veit ekki hvar offi fékk sitt.
User avatar
garpur
Villigerill
Posts: 35
Joined: 28. Feb 2012 23:24

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by garpur »

hrafnkell wrote:
garpur wrote:Lítur ansi vel út!

Má ég forvitnast hvar þú fékkst meski netið?

kv.
Bjarki
Færð ryðfrí net í öllum möskvastærðum í poulsen í skeifunni veit ég. Veit ekki hvar offi fékk sitt.
Takk, kíki á þá í Poulsen!
Græjurnar: 75 lítra suðupottur (þvotta), 5500W element, counter flow chiller/heater, March 815 dæla, Auber 2352 hitastýring, humlakónguló.
offi
Villigerill
Posts: 24
Joined: 26. Aug 2012 10:48

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by offi »

Búinn að vera smá fjarverandi, svo ég náði ekki meskispjallinu. En já, það var Poulsen sem seldi mér netið... og það var ekkert endilega svo ódýrt. 13 þúsund kall metrinn.

Ég fékk annars fullt af stuffi frá USA, svo ég hef haft nóg að sýsla. Ísskápurinn minn er að taka á sig mynd. Ég reikna með að klára stjórnboxið fyrir pottinn núna um helgina.
Attachments
Ísskápurinn og kranarnir. Ath: Myndin er sviðsett! :D
Ísskápurinn og kranarnir. Ath: Myndin er sviðsett! :D
IMG_4253_small.jpg (159.45 KiB) Viewed 47191 times
Ísskápurinn og kranarnir. Ath: Myndin er sviðsett! :D
Ísskápurinn og kranarnir. Ath: Myndin er sviðsett! :D
IMG_4251_small.jpg (164.91 KiB) Viewed 47191 times
offi
Villigerill
Posts: 24
Joined: 26. Aug 2012 10:48

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by offi »

Þá er potturinn og tilbehör að verða klárt. Ég tengdi allt dótið í dag og það kom ekkert svepplaga ský og það er enn rafmagn á íbúðinni minni...! :) Ég fann það reyndar að relayið hitnar duglega, svo ég ætla að bora slatta af götum á boxið áður en lengra er haldið. Á morgun ætla ég að prófa að halda meskihita og mæla hann með öðrum hitamæli, svona til að sjá hvernig þetta verður og keyra svo upp í suðu.

Ég er hins vegar í brasi með ísskápinn... ég ætlaði að geyma kolsýrukútinn inni í honum, en það er ekki séns að það gangi, búinn að máta bæði 2 kg og 5 kg kút. Þá þarf ég að gata ísskápinn og taka slönguna í gegn. Eru ísskápar eins að uppbyggingu eins og frystikisturnar, að elementin eru um allt nema í hurðinni/lokinu? Ég þori ekki að láta borinn vaða bara í þetta, heldur var ég að spá í að bora bara smá gat í gegnum ysta byrðið þar sem ég ætla að taka slönguna inn, stinga svo nál eða einhverju í gegnum frauðið/einangrunina og sjá hvort ég komi í plastið. Eða eruð þið með einhver tips með þetta?

Hér eru annars myndir af pottinum og stýringunni.
Attachments
Potturinn og tilheyrandi
Potturinn og tilheyrandi
IMG_4261.jpg (171.05 KiB) Viewed 47126 times
Stjórnboxið
Stjórnboxið
IMG_4262.jpg (128.6 KiB) Viewed 47126 times
User avatar
Idle
Yfirgerill
Posts: 1002
Joined: 25. Jun 2009 22:29
Location: Reykjavík

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by Idle »

Óskaplega er þetta fallegt! :)

Ísskápar eru misjafnir að gerð og stærð. Í mínu tilviki var auðvelt að finna út hvar og hvernig kælilögnin liggur. Er með tvöfaldan skáp (frystir í botninum). Tók plastið ofan af til að komast að lögnunum svo ég gæti skipt um element. Þá sá ég nokkuð glöggt hvernig kælipípan liggur, og merkti umsvifalaust fyrir ágætum stað í hliðinni fyrir kolsýruhylkið. En YMMW.
Fyrirhugað: Bruggpása.
Í gerjun: Ekkert.
Í þroskun / lageringu: Ekkert.
Á flöskum: Ekkert.
Bruggað (AG): 588 l.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by hrafnkell »

Alveg bannað að láta SSR vera inní kassanum - Kæliplatan *verður* að vera fyrir utan kassann. Í sumum tilfellum þarf að setja viftu á hana. Ef SSR hitnar of mikið þá festist það oftast lokað (straumur á).
offi
Villigerill
Posts: 24
Joined: 26. Aug 2012 10:48

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by offi »

Já, einmitt... ég er með kæliplötuna útúr, en ég ætla að drita götum á boxið allt í kringum SSRið. Svona lítur bakhliðin út:
Attachments
IMG_4265.jpg
IMG_4265.jpg (117.62 KiB) Viewed 46670 times
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by rdavidsson »

hrafnkell wrote:Alveg bannað að láta SSR vera inní kassanum - Kæliplatan *verður* að vera fyrir utan kassann. Í sumum tilfellum þarf að setja viftu á hana. Ef SSR hitnar of mikið þá festist það oftast lokað (straumur á).
Ég þrjóskaðist reyndar við og hafði kæliplötuna mína inni í kassanum, en setti stóra örgjörvaviftu alllveg við kæliplötuna. Viftan dregur kalt loft inn, blæs því á kæliplötuna og síða beint út úr kassanum, svínvirkar. Kæliplatan er allltaf ísköld þó svo að elementið sé búið að vera ON í langan tíma eins og í suðunni.
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
offi
Villigerill
Posts: 24
Joined: 26. Aug 2012 10:48

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by offi »

Ég ákvað að taka enga sénsa og setti viftu á boxið.
IMG_4271.jpg
IMG_4271.jpg (121.16 KiB) Viewed 46628 times
Nú er kæliplatan aftaná bara rétt volg og vonandi engin hætta á bráðnun. Ég er búinn að halda meskihita í klukkutíma, en eins og sést á hitastýringunni, þá er smá munur á SV og PV... það seinna er um 3-4 gráðum hærra og hitamælir sem ég er með í til viðbótar sýnir svo 1° meira en PV. Reyndar hefur þetta dottið aðeins niður núna og munar bara 1° á SV og PV... þetta jafnar sig líklega út!
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by hrafnkell »

offi wrote:Ég ákvað að taka enga sénsa og setti viftu á boxið.
IMG_4271.jpg
Nú er kæliplatan aftaná bara rétt volg og vonandi engin hætta á bráðnun. Ég er búinn að halda meskihita í klukkutíma, en eins og sést á hitastýringunni, þá er smá munur á SV og PV... það seinna er um 3-4 gráðum hærra og hitamælir sem ég er með í til viðbótar sýnir svo 1° meira en PV. Reyndar hefur þetta dottið aðeins niður núna og munar bara 1° á SV og PV... þetta jafnar sig líklega út!
Ertu búinn að keyra autotune? Þá ætti stýringin ekki að skjóta svona yfir.

Svo geturðu bætt við aukastaf ef þú vilt, varstu ekki með stýringu og nema frá mér? Þá er stilling í config á PID sem er dP. Þá færðu aukastaf á hitastigið.
offi
Villigerill
Posts: 24
Joined: 26. Aug 2012 10:48

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by offi »

Setti aukastaf og autotunaði og þetta var sem hugur manns. Hins vegar fór það eins og mig grunaði að netið í meskifötunni er of þéttriðið. Það fór að þéttast eftir ca. 20 mín í meskingunni og ég þurfti dálítið að standa yfir þessu og "skrapa" hliðarnar. Missti fyrir vikið dálítið korn út úr á stundum, en dælan skilaði því nú að mestu aftur upp í fötuna. Þá er bara að selja hinn handlegginn og skipta út netinu!

En mín fyrsta lögun, Tri-Centennial IPA, er komin í gang og það verður bara gaman að sníða vankantana af þessu hægt og rólega.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by hrafnkell »

offi wrote:Setti aukastaf og autotunaði og þetta var sem hugur manns. Hins vegar fór það eins og mig grunaði að netið í meskifötunni er of þéttriðið. Það fór að þéttast eftir ca. 20 mín í meskingunni og ég þurfti dálítið að standa yfir þessu og "skrapa" hliðarnar. Missti fyrir vikið dálítið korn út úr á stundum, en dælan skilaði því nú að mestu aftur upp í fötuna. Þá er bara að selja hinn handlegginn og skipta út netinu!

En mín fyrsta lögun, Tri-Centennial IPA, er komin í gang og það verður bara gaman að sníða vankantana af þessu hægt og rólega.
Já svona kerfi eru venjulega ekki 100% frá byrjun, maður þarf að snurfusa þetta aðeins til :) Þessvegna er mikilvægt að vera ekki sí skiptandi um kerfi, því þá er maður alltaf í einhverjum breytingum og nær ekki að negla bruggunina.

Hvað er planið með meskifötuna? Hvernig er v2.0?
offi
Villigerill
Posts: 24
Joined: 26. Aug 2012 10:48

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by offi »

Já... ég ætla að halda þessu setupi. Líklega skipti ég út netinu á fötunni og hoppa aðeins upp í möskvastærð. Ef það er svo ekki að gera sig, þá fer ég í poka og falskan botn, svona áður en ég þarf að selja líffærin til að eiga fyrir neti!

Svo ætla ég að lengja í stútnum sem er í gegnum lokið, svo hann nái niður í vökvann eða niður að honum. Dælan er að dúndra virtinum af færi í kornið og það freyðir slatta við það. Kannski freyðir alveg slatta hvort eð er, ég er ekki kominn með næga reynslu ennþá, en þetta er klárlega ekki til bóta.
offi
Villigerill
Posts: 24
Joined: 26. Aug 2012 10:48

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by offi »

Svona lítur dótið út hjá mér í dag.
Attachments
Mesking undirbúin.
Mesking undirbúin.
1.jpg (140.62 KiB) Viewed 46351 times
Mesking í fullum gangi.
Mesking í fullum gangi.
2.jpg (110.84 KiB) Viewed 46351 times
Hráefnið í þorrabjórinn. Krydd er anís, einiber og sítróna.
Hráefnið í þorrabjórinn. Krydd er anís, einiber og sítróna.
3.jpg (126.57 KiB) Viewed 46351 times
Hráefnið í þorrabjórinn. Krydd er anís, einiber og sítróna.
Hráefnið í þorrabjórinn. Krydd er anís, einiber og sítróna.
4.jpg (108.41 KiB) Viewed 46351 times
Hratið tekið uppúr, drenað og skolað.
Hratið tekið uppúr, drenað og skolað.
5.jpg (147.66 KiB) Viewed 46351 times
Kælispírallinn.
Kælispírallinn.
6.jpg (160.17 KiB) Viewed 46351 times
Átöppun á flöskur undirbúin.
Átöppun á flöskur undirbúin.
7.jpg (157.69 KiB) Viewed 46351 times
Átöppun á flöskur undirbúin.
Átöppun á flöskur undirbúin.
8.jpg (189.19 KiB) Viewed 46351 times
Stout tappað á flöskur.
Stout tappað á flöskur.
9.jpg (161.05 KiB) Viewed 46351 times
Með þessu öllu er tilvalið að fá sér einn...!
Með þessu öllu er tilvalið að fá sér einn...!
10.jpg (66.34 KiB) Viewed 46351 times
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by hrafnkell »

Gaman að þessu. Hvaða nýtni hefurðu verið að fá í græjunum?
gugguson
Gáfnagerill
Posts: 215
Joined: 26. Mar 2011 14:55
Location: Reykjavik

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by gugguson »

Líst vel á þetta net. Kom það svona tilbúið eða þurftir þú að setja það saman? Ætlar þú ekki að vera með poka í því, þ.e. er það nógu fínt til að halda korninu? Þessi stöng og rákirnar í pottinn, bættir þú því við og sagaðir í pottinn?

Annars líst mér þræl vel á þetta hjá þér.

Jói
offi wrote:Búinn að vera smá fjarverandi, svo ég náði ekki meskispjallinu. En já, það var Poulsen sem seldi mér netið... og það var ekkert endilega svo ódýrt. 13 þúsund kall metrinn.

Ég fékk annars fullt af stuffi frá USA, svo ég hef haft nóg að sýsla. Ísskápurinn minn er að taka á sig mynd. Ég reikna með að klára stjórnboxið fyrir pottinn núna um helgina.
Gerandi Bruggfélag

Næst: Carlsberg Clone, Biere de Garde, Hlemmur
Í gerjun: Dubbel úr BCS, Hlemmur III (Irish red)
Á flösku: Fölvi (Þurrhumlaður Pale Ale)
offi
Villigerill
Posts: 24
Joined: 26. Aug 2012 10:48

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by offi »

hrafnkell wrote:Gaman að þessu. Hvaða nýtni hefurðu verið að fá í græjunum?
Ég reiknaði nýtnina á um 78% í stoutinum í gær. Ætla að skoða þetta aftur og betur í Bee Cave.
gugguson wrote:Líst vel á þetta net. Kom það svona tilbúið eða þurftir þú að setja það saman? Ætlar þú ekki að vera með poka í því, þ.e. er það nógu fínt til að halda korninu? Þessi stöng og rákirnar í pottinn, bættir þú því við og sagaðir í pottinn?
Ég gerði bara grind úr flatstáli og öxuljárni, vafði netinu utanum og hnoðaði það fast. Setti svo silikon þar sem allar "rákirnar" eru, svo kornið smjúgi ekki á bak við neitt. Sagaði síðan raufar ofan í pottinn, svo það væri hægt að setja lokið á. Netið er 30 mesh og er enn í það fínasta. Ég hugsa að 20 mesh gæti alveg verið málið.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by hrafnkell »

Sniðugt að hnoða þetta á... Eru "endarnir" á netinu ekkert með einhver leiðindi við þig? Stinga putta, fast korn í þeim og svona? Ertu búinn að skoða hvort vatnið sé að flæða í gegnum kornið eða hvort það sé mikið að fara framhjá? Líklega nóg í gegnum kornið fyrst að nýtnin er þetta góð allavega.

Hvað þýðir 30 mesh annars.... 30 göt á fertommu eða eitthvað svoleiðis? Það eru oft sett 1.5-2mm göt í falska botna, þannig að net í sambærilegri möskvastærð ætti að vera í lagi.
offi
Villigerill
Posts: 24
Joined: 26. Aug 2012 10:48

Re: Fyrsta tilraun til heimasmíði

Post by offi »

hrafnkell wrote:Sniðugt að hnoða þetta á... Eru "endarnir" á netinu ekkert með einhver leiðindi við þig? Stinga putta, fast korn í þeim og svona? Ertu búinn að skoða hvort vatnið sé að flæða í gegnum kornið eða hvort það sé mikið að fara framhjá? Líklega nóg í gegnum kornið fyrst að nýtnin er þetta góð allavega.

Hvað þýðir 30 mesh annars.... 30 göt á fertommu eða eitthvað svoleiðis? Það eru oft sett 1.5-2mm göt í falska botna, þannig að net í sambærilegri möskvastærð ætti að vera í lagi.
Maður stingur sig stundum smá á þessu, en það er bara ofaná fötunni. Endarnir á netinu eru hnoðaðir á einn póstinn ap utanverðu og kornið er því almennt ekki í snertingu við endana. Svo lokaði ég öllu sem ég gat lokað með þessu stöffi: http://www.einara.is/?item=80&v=item" onclick="window.open(this.href);return false;" onclick="window.open(this.href);return false;

Vatnið sprautast ca niður í miðja fötuna, en ég hræri reglulega í, svo það er stöðugt flæði um kornið.

Mesh er einhver US/UK skali á þéttleika nets. 30 mesh eru ca 0,6mm möskvar. Það er dálítið þétt og ef það er mikið korn í fötunni, þá þarf að hræra frekar oft og "skafa" veggina í henni, svo vökvinn eigi greiða leið út. Mætti s.s. vera aðeins grófara net, held ég. En ég læt þetta duga í bili. :)
Post Reply