Sælir,
Mig vantar smá aðstoð við samsetninguna hjá mér.
Síðast bjó ég til "grunnbjór" þar sem ég notaði 93% pilsner malt og 7% Caramunich 2. Sá bjór var frekar léttur og lítið body og bara frekar óspennandi (enda grunnbjór)..
Planið er að leggja í annan um helgina og reyna að auka aðeins við bragðið og lit ÁN þess að fá ristað bragð í hann... Ég setti eftirfarandi saman:
Amt Name Type # %/IBU
3,50 kg Pilsner (Weyermann) (3,3 EBC) Grain 1 68,3 %
1,30 kg Munich I (Weyermann) (14,0 EBC) Grain 2 25,4 %
0,33 kg Caraaroma (Weyermann) (350,7 EBC) Grain 3 6,4 %
Ég minnkaði Pilsner og setti Munich inn í staðinn -
Skipti út Caramunich II í staðinn fyrir Caraaroma.. Er það kannski vitleysa hjá mér?
Hvað get ég sett til að fá aðeins meiri lit án þess að fikta mikið í bragðinu?
Humlar og ger:
Saaz humlar og S-04 ger Ég mun halda þessu
Kv, Raggi