hreinsun límimiða

Spjall um bjórgerð og allt henni tengt.
Post Reply
humlarinn
Villigerill
Posts: 17
Joined: 7. Sep 2012 23:17

hreinsun límimiða

Post by humlarinn »

Sæl bruggunarmenn....
Nú er komið að því að setja fyrstu bruggun á flöskur. Er með ca 40 flöskur sem ég á eftir að hreinsa alla miða af. Eruð þið að láta flöskurnar liggja í einhverjum sápulegi áður en þið skrapið miðana af?
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: hreinsun límimiða

Post by sigurdur »

Það fer algjörlega eftir miðunum.

Sumir miðar koma af í heitu vatni.
Suma miða er bara hægt að taka af beint.
Aðrir miðar eru erfiðari, þá þarf maður oft að nota áhöld til að taka miðana af og nota svo olíu til að þynna límið, svo nota sápu til að leysa olíuna.
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: hreinsun límimiða

Post by gr33n »

Þetta er mín reynsla

BORG Bruggús

Til að ná miðunum af borg flöskunum þarf að fylla þær af heitu vatni. Passa sig að bleyta ekki miðana sjálfa.
Eftir smá stund ætti ekki að vera neitt mál að ná miðunum af.
En eftir stendur slatti af lími, en límið er olíubeisað og því er hægt að nudda í matarolíu til að ná því út.
Það sem ég gerði er að ég fyllti vaskinn af heitu vatni og setti flöskurnar ofaní.
því næst tók ég eina og eina og nuddaði vel matarolíu í límið og lét standa. Tók c.a. 4 flöskur í einu.
Nuddaði svo aftur yfir áður en ég lét þær ofaní heita vatnið aftur.
tók þær svo úr vatninu eftir smá stund og nuddaði restina úr.
Þreif loksins floskurnar

Einstök, Gæðingur, Erdinger,Svaneke, black death, Norrebro og Brewdog
Láta heitt vatn renna á flöskurnar. 95% fer af við það ásamt glersköfunni. Rest nuddaði ég af með matarolíu.

Kaldi, Hoegaarden, La Trappe, Móri og Skovlyst
Láta liggja í heitu vatni, miðinn nánast dettur af með lími, aðeins að renna yfir með sápu og svamp á límsvæðið og skola svo

Fullers
Gleymið þessu. Hún er beyond ömurleg. Heitt vatn og olía virkar mjög takmarkað. Þurfti að hreinsa hana með glersköfu
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: hreinsun límimiða

Post by sigurdur »

Fullers miðarnir detta af í heitu vatni
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: hreinsun límimiða

Post by gr33n »

sigurdur wrote:Fullers miðarnir detta af í heitu vatni
Það er spurning hvort miðarnir séu misjafnir... ég er að vísu bara búinn að taka af einum en heitt vatn dugði ekki... fór hreinlega ekki af. Þurfti að nota glersköfuna og þrífa síðan rosalega vel. Frekar súrt fannst mér því bjórarnir eru venjulega mjög góðir og flöskurnar fallegar.

Svo var ég rétt í þessu að taka miða af 2 Kalda Október. En þeir eru greinilega eitthvað búnir að breyta miðunum hjá sér, þar sem þessir fara ekki eins vel af og þeir gömlu. Skilja m.a. eftir sig allt állímið.
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
rdavidsson
Gáfnagerill
Posts: 262
Joined: 25. Jan 2012 10:31

Re: hreinsun límimiða

Post by rdavidsson »

gr33n wrote:
sigurdur wrote:Fullers miðarnir detta af í heitu vatni
Það er spurning hvort miðarnir séu misjafnir... ég er að vísu bara búinn að taka af einum en heitt vatn dugði ekki... fór hreinlega ekki af. Þurfti að nota glersköfuna og þrífa síðan rosalega vel. Frekar súrt fannst mér því bjórarnir eru venjulega mjög góðir og flöskurnar fallegar.

Svo var ég rétt í þessu að taka miða af 2 Kalda Október. En þeir eru greinilega eitthvað búnir að breyta miðunum hjá sér, þar sem þessir fara ekki eins vel af og þeir gömlu. Skilja m.a. eftir sig allt állímið.
Heitt vatn og klórsódi, láta liggja í 15-20 mín í gerjunartunnu.... Málið steindautt hvort sem flöskurnar heita oktober kaldi, fullers eða álíka.. Hef hvorki tíma né þolimæði í að kroppa miðana og lím af með sköfu... :)
Í gerjun: Dubbel
Á flöskum:
Á kút: Saison, Sænski IPA, Hveitibock
Á næstunni: Westvleteren 12
Dabby
Kraftagerill
Posts: 99
Joined: 14. Feb 2012 09:48

Re: hreinsun límimiða

Post by Dabby »

Það kemur ýmislegt fram um hreinsun miða í eldri pósti:

http://fagun.is/viewtopic.php?f=14&t=20 ... +mi%C3%B0a
Post Reply