Star San á íslandi?

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Star San á íslandi?

Post by gr33n »

Titillinn segir nær allt. Er einhversstaðar hægt að fá þetta undraefni hér á klakanum? Hef ekki séð þetta í neinum af bruggverslununum (Brew, áman, vínkjallarinn), sá þetta ekki á frigg/mjöll síðunni.

Hafa menn/konur bara verið að panta þetta að utan eða? Og ef svo, hefur ekki verið neitt mál að fá þetta í gegn?
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Star San á íslandi?

Post by hrafnkell »

Einhverjir hafa pantað þetta af morebeer, hefur orðið ansi dýrt, en komist í gegnum tollinn. Ég hef talað við efnafræðingana hjá kemi, mjöllfrigg og einhverjum öðrum aðila. Þeir eiga ekki starsan en mæla með fosfórsýru. Hún er bara svo hættuleg í meðhöndlun að ég held mig við joðófórinn og klórsódann. Það eru líka það ódýr efni að það er stór kostur :) Starsan (amk í gegnum morebeer) hefur verið amk 12x dýrara (miðað við rúmmál) en joðófórinn.
gr33n
Kraftagerill
Posts: 51
Joined: 9. Sep 2012 21:59

Re: Star San á íslandi?

Post by gr33n »

En er hægt að nota joðforfórið svipað og starsan... s.s. spreyja bara á það sem maður er við það að fara að nota.

ég er aðallega að spá í t.d. ef maður vill bæta eitthversskonar te rétt fyrir átöppun (kaffi, súkkulaði... you name it), en þarf að sía það. Þá var pælingin að spreyja starsan í kaffifilter og hella í gegn.
Ekki það ég get svosum bara soðið fjölnota tepoka og hellt í gegnum hann.
Mbk. Gísli

Fyrirhugað: Black IPA, 15%+ Stout og fleira
Í gerjun: IPA, Súr Saison
Í secondary: Enskur Barley Wine
Á dælu : Hulk vs. Simcoe pale ale
Á flöskum: Fabio - Habanero pale ale, Bloody Frenchmen with their chocolat mousse - Súkkulaðistout
#17
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Star San á íslandi?

Post by hrafnkell »

Það er hægt að nota joð eins, en það geymist ekki jafn lengi eftir að maður blandar.


Ég veit samt ekki með þessa kaffifilter pælingu hjá þér.. hvort sem það væri starsan eða jóð.
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Star San á íslandi?

Post by Gvarimoto »

Ég panta star san frá UK 230gr brúsinn kostar um 5.000kr hingað kominn, og það er svo auðvelt að nota þetta og þrífa með þessu að það er algjörlega þess virði.

Er búinn með 1.5 oz á einhverjum 5-6 mánuðum, á ca 90% eftir í brúsanum svo þetta er að fara að duga mér næsta árið léttilega.
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
Post Reply