Hitaelementavesen

Hér má ræða allt er viðkemur græjum til gerjunar. Segðu okkur frá skemmtilegri heimasmíði (DIY) eða áhugaverðum tækjum sem þú rakst á eða fékkst þér.
Post Reply
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Hitaelementavesen

Post by Proppe »

Sælir herrar mínir.

Það kom smá babb í bátinn með suðufötuna mína. Ég lánaði hana yfir í Classiker brugghúsið, en þá reyndist annað þeirra vera eitthvað slappt, eitthvað ullabjakk náð að komast þarna á milli. Þetta er pakkajúnit frá Hrafnkeli. Hvar fær maður svona hraðsuðukatlaelement til að skipta þessu út?

Nema einhver hafi brilliant leið til að laga þetta.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hitaelementavesen

Post by sigurdur »

Ég veit ekkert hvað þú átt við með "á milli" ..

Þú getur keypt hraðsuðukatla með svona elementum hvar sem er .. t.d. í raftækjaverslunum, raftækjalagerinum, rúmfatalagerinum o.fl.

Áttu mynd af þessu sem er að hjá þér?
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Hitaelementavesen

Post by Proppe »

Mér datt í hug að það hefði eitthvað lekið á milli og blokkeraði eitthvað, eða leiddi rangt á milli. Ég á erfitt með að vera tæknilegur þegar það kemur að raftækjum, þar sem ég veit ekki baun um þau.

Eru þessu sömu element í mismunandi kötlum? Ég held að ég skipti bara um, ef beisik þrif laga þetta ekki.


Erfitt með myndir, bilunin kom í ljós þegar ég var búinn að lána vini mínum þetta.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Hitaelementavesen

Post by sigurdur »

Tjahh .. hitaketill kostar ekki nema 1500-2500 kr hjá rúmfatalagerinum, en mér finnst þau ekki eins skemmtileg og elementin hjá raftækjalagerinum (við endann á síðumúla), þar kostaði ketillinn mig ~3-4000 kr (eftir minni).

Kauptu bara nýtt element og hentu í pottinn.. borgar sig ekki að spá í þessu ef þú finnur ekki strax úr þessu.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Hitaelementavesen

Post by hrafnkell »

Ég gæti líka reddað þér elementi, það er eitthvað lítið um hraðsuðukatla á góðu verði þessa dagana (ég fylgist með markaðinum :))
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Hitaelementavesen

Post by Proppe »

Þetta ætti að vera komið í lag.
User avatar
Classic
Gáfnagerill
Posts: 318
Joined: 18. Feb 2010 21:14
Location: Reykjavík
Contact:

Re: Hitaelementavesen

Post by Classic »

Svínvirkar núna (eða works like a pig eins og Gaui Þórðar myndi orða það).
Klassiker ölgerð, Reykjavík
Í gerjun: #fössari (California lager)
Í glasi: Svarthöfði (Imperial stout), #fössari, Snati (Northern English Brown), Apaspil (APA), Fimmta stjarnan (ABA)
Á næstunni: Jólabjór, uppsetning á kútakerfi, útskriftarveisla, halda partíinu gangandi
Post Reply