Bjórdrykkja

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Bjórdrykkja

Post by Gvarimoto »

Sælir, langaði að forvitnast aðeins hérna hvað menn eru að drekka mikið af bjór á viku sirka ?

Ég sjálfur er farinn að leyfa mér einn og einn nánast á hverju kvöldi.
Það er bara svo gott eftir hamagang dagsins að setjast niður og fá sér ískaldan heimabrugg!
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórdrykkja

Post by bergrisi »

Ég vinn vaktavinnu svo oft fæ ég mér bjór á furðulegum tímum. 2-3 bjórar á kvöldi er algengt.
Eftir erfiða næturvakt þá hef ég líka fengið mér bjór kl. 6 á morgnana. Þegar ég er að föndra eitthvað í skúrnum þá er oft bjór á kantinum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bjórdrykkja

Post by halldor »

Ég er ekki mikið að stressa mig á því hvaða dagur er á dagatalinu þegar ég fæ mér bjór. Ætli ég fái mér ekki einn bjór að kvöldi kannski 2 daga í viku og svo kannski aðeins meira á tyllidögum :skal:
Drykkjuvenjur mínar hafa ekki versnað eftir að ég byrjaði að brugga. Núna vel ég mér einn góðan bjór í stað þess að fá mér 2 til 3 létta og leiðinlega.
Plimmó Brugghús
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Re: Bjórdrykkja

Post by bjarkith »

Að meðaltali kanski 8 bjóra á viku, misdreift, stundum, einn á hverju kvöldi stundum 2-3 suma daga. en svona að meðaltali 8 á viku.
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
noname
Villigerill
Posts: 24
Joined: 1. Jun 2011 00:00

Re: Bjórdrykkja

Post by noname »

bergrisi wrote:Ég vinn vaktavinnu svo oft fæ ég mér bjór á furðulegum tímum. 2-3 bjórar á kvöldi er algengt.
Eftir erfiða næturvakt þá hef ég líka fengið mér bjór kl. 6 á morgnana. Þegar ég er að föndra eitthvað í skúrnum þá er oft bjór á kantinum.
bytta að byrja að drekka fyrir 10 á morgnana hehehe
User avatar
bergrisi
Undragerill
Posts: 948
Joined: 27. Apr 2011 23:24
Location: Keflavík

Re: Bjórdrykkja

Post by bergrisi »

Þú segir það eins og það sé eitthvað slæmt. Hehe.

Ég bjó í Danmörku í 4 ár og lærði að drekka þar bjór öllum stundum.
Með vinsemd og virðingu
Rúnar
Á flöskum allt frá ljúfum lagerum til rífandi RIS
Post Reply