Bjórhátíðin á Hólum

Á þessum þræði geta meðlimir spjallborðsins sett fram allt sem tengist gerjun. Ennig spurt spurninga og fengið aðstoð frá öðrum meðlimum.
Post Reply
bjakk
Villigerill
Posts: 14
Joined: 22. Sep 2010 18:44
Location: Hólar í Hjaltadal

Bjórhátíðin á Hólum

Post by bjakk »

Nú styttist í Bjórhátíðina á Hólum. Allir framleiðendur bjórs á Íslandi munu mæta til leiks og kynna sína bestu bjóra og nýjustu.

Hún verður á næstu helgi og stendur frá 15 til 19. Svo er Bjórsetrið opið frá 21.

Við munum selja 200 miða á miði.is - http://midi.is/atburdir/1/7179/

Vonandi að sem flestir mæti
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Bjórhátíðin á Hólum

Post by hrafnkell »

Eru einhverjar rútuferðir úr höfuðborginni?
User avatar
halldor
Undragerill
Posts: 770
Joined: 10. May 2009 00:31
Location: Reykjavík

Re: Bjórhátíðin á Hólum

Post by halldor »

hrafnkell wrote:Eru einhverjar rútuferðir úr höfuðborginni?
Nei því miður, allavega ekki á vegum Fágunar. Þetta er það fyrsta sem ég sé um þessa hátíð. Hefði þurft hafa ögn meiri tíma til að plana hópferð. Endilega rottið ykkur saman þið sem hafið áhuga.

Við strákarnir í Plimmó fórum á Hóla í sumar og kíktum á bjórsetrið. Bjórlistinn þeirra er svakalegur og ekki skemmir verðið fyrir. Ég mæli eindregið með heimsókn þangað :)
Plimmó Brugghús
bjakk
Villigerill
Posts: 14
Joined: 22. Sep 2010 18:44
Location: Hólar í Hjaltadal

Re: Bjórhátíðin á Hólum

Post by bjakk »

Þið fyrirgefið hvað ég var seinn að setja þetta hérna inn.

Það er vonandi að einhver komi úr borginni.

Bjarni
User avatar
ulfar
Gáfnagerill
Posts: 238
Joined: 8. May 2009 08:32

Re: Bjórhátíðin á Hólum

Post by ulfar »

Svo er bara hægt að skella sér í strætó ;)
Post Reply