Bláberja Saison og fyrsti lagerinn

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
bjarkith
Gáfnagerill
Posts: 255
Joined: 11. Nov 2010 15:22

Bláberja Saison og fyrsti lagerinn

Post by bjarkith »

Sælir, planið fyrir gærdaginn var að brugga með vini mínum léttan lager, ætluðum að gera bud light style bjór, en þar sem ég er einstaklega skipulagður þá gleymdi að mala pilsner maltið svo þurftum bara að nota það sem ég átti malað.

Enduðum á að gera 37l af virt úr 4kg pale ale 3kg vienna og 1,5kg maís
Þetta humluðum við með ekki nema 20gr af cenntennial humlum í 60mín.

Splitttuðum þessu 22l af virt í einn kút með s-24 lagergeri og í ísskáp við 8-10° C.
(Þetta var hlutinn sem vinur minn ætlar að taka)

Svo tók ég afganginn eða 15l af virtinum og skellti því sem ég átti út í hann, ég semsagt bjó til bláberjasafa úr kílói af bláberjum stappaði þau vel í smá vatni, sýjaði hratið af og sauð svo safann og skellti út í, og svo átti ég í flösku Belgian Saison ger starter sem ég átti eftir að nota sem fékk að fljóta með.

Bara nokkuð sáttur með afrek gærdagsins, það sem byrjaði sem 20l af bragðlausum litlausum Bud light klón endaði í 22l af ekki alveg jafn léttum lager þó léttur sé og einhverju sem verður vondandi prýðisgóður bláberja saison.

Já OG á virtinum var 1.043
Á flöskum: Barollo 2 árs, Barollo 1 árs
Á Kút: Hrísgrjónalager
Í gerjun: Lambic Base, Berliner Weisse, Berliner Weisse Kriek, IPA, Pale Ale, CaliCommon
Í bígerð: Flanders Red Ale, IPA, HoneyWeizen Haraldar
Post Reply