Amerískur Stout

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Amerískur Stout

Post by AndriTK »

Eftir langa pásu þá er kominn tími á að brugga aftur. Og það á nýjum græjum :)

Ákváðum að notast við uppskrift úr Brewing Classic Styles.
svona er uppskriftin:

6,8 kg American two-row malt

0,45 kg Black roasted barley 500°L
340 gr chocolate malt 420°L
340 gr crystal 40°L

40 gr. Horizon 13 % AA 60 min - Var ekki til svo í staðinn er Magnum
28 gr Centennial 9% AA 5 min (40 gr plus 40gr 0 mín)

2 pakkar US 05 ger

skv uppskrift ætti þetta að vera og 1072 fg 1017 - inu 73 abv 7.2
Erum ekki enn búnir alveg að læra á hitastýringuna en vonandi að þetta reddist ;)


EDIT: þetta er annar af þeim sem ég tók á fundinn í gær. Ég sé að ég gleymdi að taka fram breytinguna á uppskriftinni - Horizon var ekki til þannig við notuðum magnum í beyskju og 5 mínútna humlarnir voru rúm 40gr í stað 28 og bættum svo við um 40 gr af centenniel í 0 mín
Last edited by AndriTK on 8. Jan 2013 07:49, edited 1 time in total.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Amerískur Stout

Post by hrafnkell »

Hlýtur að reddast hjá ykkur :)
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Amerískur Stout

Post by AndriTK »

þetta fór í smá klúður.. tengillinn frá stýringunni og í rafmagn byrjaði að hitna all svakalega og brann að lokum aðeins við .. þetta var þó áður en við byrjuðum að brugga. Á endanum ákváðum við að sleppa bara stýringunni og tengja elementið beint við rafmagn.

Þetta lítur allavega vel út núna. OG 1076 og komið á carboy.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Amerískur Stout

Post by hrafnkell »

AndriTK wrote:þetta fór í smá klúður.. tengillinn frá stýringunni og í rafmagn byrjaði að hitna all svakalega og brann að lokum aðeins við .. þetta var þó áður en við byrjuðum að brugga. Á endanum ákváðum við að sleppa bara stýringunni og tengja elementið beint við rafmagn.

Þetta lítur allavega vel út núna. OG 1076 og komið á carboy.

Furðulegt. Ég þarf að kíkja á ykkur og skoða þetta við tækifæri.

Var það tengillinn sem brann/hitnaði eða innstungan?
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Amerískur Stout

Post by AndriTK »

já það væri alveg frábært.. Þurfum að fara ná þessu perfect :)

Það var semsagt klóin á stýringunni og framlengingarsnúran sem brunnu smá saman.
hrafnkell
Æðstigerill
Posts: 2568
Joined: 13. Oct 2009 22:06
Location: Reykjavik
Contact:

Re: Amerískur Stout

Post by hrafnkell »

AndriTK wrote:já það væri alveg frábært.. Þurfum að fara ná þessu perfect :)

Það var semsagt klóin á stýringunni og framlengingarsnúran sem brunnu smá saman.
Ég gruna framlengingarsnúruna. Sumar framlenginarsnúrur eru bara 1.5q, sem getur verið of lítið fyrir 16A ef tenglarnir sjálfir eru litlir.

Klóin sem ég setti á er amk alveg innan spec (gefin upp fyrir 16A), nema ég hafi klúðrað tenginunni eitthvað á henni.

Heyrið í mér við tækifæri annars, ég ætti að geta kíkt á ykkur.
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Amerískur Stout

Post by AndriTK »

já mögulega framlengingarsnúran.. En við notuðum hana þó á sjálft elementið án vandræða.. Get prófað að nota aðra framlengingarsnúru og séð hvað gerist.. Annars fæ ég þig í heimsókn :)
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Amerískur Stout

Post by AndriTK »

þessum var tappað í gær.
bragðlega séð lofar hann góðu. Endaði kanski full hátt miðað við uppskrift eða 1025, en við endum þá með 6,69% stout. Vonandi bara að hann hafi verið búinn að fullgerjast, 3 vikur í gerjun en við ákváðum bara að tappa honum án þess að vera mæla dag eftir dag, veit kanski heimskulegt en sjáum til ;)Image
Gvarimoto
Gáfnagerill
Posts: 176
Joined: 13. Mar 2011 20:03

Re: Amerískur Stout

Post by Gvarimoto »

Held að stout þurfi lengri tíma í gerjun útaf alkahólsmagni, því hærra sem það er því lengri tíma tekur gerjunin (leiðréttið ef þetta er rangt)

Tókstu gravity reading með nokkra daga millibili ?
Í Gerjun:
Á Flöskum: Uppfærður Kit bjór, BeeCave
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Amerískur Stout

Post by AndriTK »

nei reyndar ekki. Tókum bara sénsinn á að 3 vikur væri nóg.
User avatar
Feðgar
Gáfnagerill
Posts: 377
Joined: 24. Apr 2011 20:38
Location: Keflavík

Re: Amerískur Stout

Post by Feðgar »

Jæja er ekki komið að því að smakka þennan
AndriTK
Kraftagerill
Posts: 83
Joined: 31. Aug 2011 08:37

Re: Amerískur Stout

Post by AndriTK »

jú heirðu þessi smakkast bara mjög vel finnst okkur. Í kvöld/dag verður svo smakkað í fyrsta sinn kaffi útgáfan af honum, en við fleyttum nokkrum lítrum yfir á expresso
Post Reply