Catalina Kókó

Leyfið spjallverjum að fylgjast með því sem þú ert að gerja. Skrifaðu lýsingu fyrir og eftir gerjun til að sýna okkur hvað hægt er að gera og hverju þið lendið í.
Post Reply
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Catalina Kókó

Post by Proppe »

Súkkulaðiporter:

Byrjaði á að hita 27l af vatni upp í 74°c

Skellti þessu korni í pokann og lét hann síga ofaní á meðan ég hrærði:
Pilsner Malt Grain 5.000 kg
Carapils Grain 300.000 g
Caramunich I Malt Grain 300.000 g
Dehusked Carafa I Special Grain 500.000 g
Caraamber Grain 1.000 kg

Endaði í 69°c og lét það liggja í klukkutíma. Hífði pokann uppúr, setti hann í gamla góða IKEA sigtið og kreisti.
Hitaði 3.5 lítra af vatni upp í 90°c og hellti varlega ofaní pokann og gaf honum gott skvís eftir 10 mínútur.

Sauð fyrst í 30 mínútur. Bætti þá 50g af Fuggles og 50g af kakónibs. 45 mín síðar bætti ég við 30g af Fuggles og annað eins af kakónibs, ásamt klípu af fjörugrösum. 14 mínútum eftir það bætti ég sitthvorum 20g af Fuggles og kakónibs og sauð síðustu mínútuna.

Meðan kælispírallinn vann sína vinnu þá skrældi ég 6 appelsínur með svona rifjárni og dýfði eina mínútu í bullsjóðandi vatn og kældi.

Appelsínuberkinum og síðustu þrjátíu grömmunum af kakóbaunum skellti ég í sótthreinsaða fötuna, ásamt pakka af Nottingham geri.
Sigtið góða og pokann hreinsaði ég og sótthreinsaði. Setti sigtið ofaná fötuna og pokann þar í. Hellti svo virtinum ofaní pokann svo ég fengi allt gromsið úr honum og loft í hann.

Endaði með 1.062 í OG, smakkaði á virtinum og hann lofar góðu.
Læt hann liggja næstu tvær vikurnar eða svo á fötu og flaska svo. Tek svona 3-4 til hliðar og testa á viku fresti. Restina fel ég niðrí geymslu og vona að ég nenni ekki að ná í meira fyrr en um jólin.


Lexíur dagsins:
Gera equipment check nógu andskoti snemma. Þegar á hólminn var komið var hitamælirinn kapútt, svo ég hafði enga aðra möguleika en að rúlla í IKEA og verða mér út um hitamæli þar. Hann gæti spilað þátt í því ef þessi bjór verður slappur, því ég hef mjög takmarkaða trú á nákvæmninni. Kominn tími til að panta Thermalpen....
Þar að auki var hævertrörið allt sprungið og hævertinn svo til gagnslaus, nema til að dæla lofti í virtinn.
User avatar
sigurdur
Æðstigerill
Posts: 1985
Joined: 8. Jul 2009 09:18
Location: Hafnarfjörður
Contact:

Re: Catalina Kókó

Post by sigurdur »

Áhugavert ...
Heldur þú ekki að þú sért að ná töluvert mikilli beiskju með því að sjóða alla þessa cacao nibs?

Ég mæli með að þú prófir að bera þennan saman við Meantime Chocolate.. :)

Hvernig lítur annars gerjunarfatan út?
(Endilega taktu mynd þegar þú ert búinn að hæverta af gerinu .. vil sjá gerjunarfötuna!)
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Catalina Kókó

Post by Proppe »

Það er búin að vera frussandi krásen og hrein vélbyssa úr vatnslásnum.

Ég er að reikna með heilmikilli beiskju úr kakóinu. Þetta væri annars ægilega væmið.

Ég skal smella mynd af þessu, en athugaðu að allt gromsið sigtaði ég úr eftir suðu, svo það er ekki nema lítilræði af appelsínuberki og kakónibs í fötunni.
Proppe
Kraftagerill
Posts: 113
Joined: 24. May 2012 00:29

Re: Catalina Kókó

Post by Proppe »

Ég er svona að laumast eftir 5 daga af því að kolsýrast í rólegheitum.
Það vantar ennþá smá frískleika úr kolsýrunni, en beiskjan úr kakóbaununum er skemmtileg tilbreyting frá öllu humlaperreríinu uppá síðkastið.
Appelsínan er ekki mjög greinileg en maður getur fundið hana ef maður einbeitir sér.
Ég er allveg að sjá þetta fyrir mér sem prýðilegan eftirréttarbjór, sem var alltaf markmiðið.

Mæti með hann á janúarfundinn.
Post Reply