Page 1 of 1
Ársgamalt hráefni. Henda eða nýta?
Posted: 1. Aug 2012 18:29
by Örvar
Það er búin að vera dágóð brugglægð hjá mér. Hef ekkert bruggað í uþb ár en er að reyna að koma upp smá brugg aðstöðu í íbúðinni sem ég var að flytja í.
Ég á hráefni sem er um ársgamalt.
Malað korn, geymt í sæmilega lokuðum weyermann poka inní bílskúr. (grunnmalt, hveiti, crystal malt)
þurrger, geymt við stofuhita
humlar, geymt í ziplock pokum í frysti, eitthvað af þeim eru eldri en ársgamlir.
Ætti maður að þora að nota þetta eða ætti maður að henda þessu bara og kaupa nýtt til að vera viss um að allt sé í lagi?
Hvað mynduð þið gera?
Re: Ársgamalt hráefni. Henda eða nýta?
Posted: 1. Aug 2012 18:35
by hrafnkell
Þefaðu af korninu og smakkaðu. Ef það er eins og myglað brauð, þá henda, annars er það líklega í lagi. Ég hef notað svona gamalt malað hráefni án þess að hafa tekið eftir því að bjórinn væri eitthvað slæmur. Checkaðu svo á stimplinum á gerinu, hvort það sé runnið út (eða hve langt síðan það rann út), en það er líklega í lagi líka. Humlarnir eru kannski eina spurningamerkið.
Á hinn bóginn til að ná veltunni upp hjá mér þá finnst mér að þú ættir að henda öllu og koma til mín

Re: Ársgamalt hráefni. Henda eða nýta?
Posted: 1. Aug 2012 19:18
by Örvar
Oki takk fyrir snöggt svar.
Er ekki með kornið né gerið heima hjá mér, reyni að tékka á þessu eftir helgi. Myndirðu nota gerið ef það er búið að standa í stofuhita í ár, bara ef það er ekki útrunnið?
Ég tékkaði á humlunum í frystinum og þeir eru alveg grænir og lykta vel svo ég held ég noti þá allavega.
Annars stefni ég á að brugga eitthvað af viti í haust og vetur og reyni þá að ýta í veltuna hjá þér

Re: Ársgamalt hráefni. Henda eða nýta?
Posted: 1. Aug 2012 19:35
by sigurdur
Kornið - sammælist Hrafnkeli.
Gerið - prófaðu að "bleyta" í því áður en þú notar það í bjór. Ef það freyðir ekki eftir 20-30 mínútur þá er það líklega í slæmu standi. Ef það freyðir - notaðu það.
Humlarnir - Ég nota ársgamla (og jafnvel tveggja árs gamla) humla sem ég geymi í frystinum. Ég er ekki búinn að taka eftir neinum slæmum áhrifum, hvorki með lykt eða bragð. Beiskjan getur hinsvegar verið orðin minni .. en það er eðlilegt.
Re: Ársgamalt hráefni. Henda eða nýta?
Posted: 1. Aug 2012 22:25
by Örvar
hef alltaf verið svo sýkingar nojaður að ég hef ekki prófað að bleyta upp í geri áður en ætli ég prófi það ekki þegar ég brugga næst. takk fyrir tipsið
Re: Ársgamalt hráefni. Henda eða nýta?
Posted: 1. Aug 2012 23:27
by sigurdur
Ef þú hefur áhyggjur af sýkingum, sótthreinsaðu þá ílátið sem þú notar til að bleyta í gerinu og sjóddu vatnið í 15 mínútur. Kældu það svo niður í 30-35°C.
Re: Ársgamalt hráefni. Henda eða nýta?
Posted: 2. Aug 2012 18:49
by gunnarolis
Taktu lúku af korninu og borðaðu hana, ef kornið er ekki krispí lengur, eða smakkast á annan hátt illa er það ónýtt.