Það er búin að vera dágóð brugglægð hjá mér. Hef ekkert bruggað í uþb ár en er að reyna að koma upp smá brugg aðstöðu í íbúðinni sem ég var að flytja í.
Ég á hráefni sem er um ársgamalt.
Malað korn, geymt í sæmilega lokuðum weyermann poka inní bílskúr. (grunnmalt, hveiti, crystal malt)
þurrger, geymt við stofuhita
humlar, geymt í ziplock pokum í frysti, eitthvað af þeim eru eldri en ársgamlir.
Ætti maður að þora að nota þetta eða ætti maður að henda þessu bara og kaupa nýtt til að vera viss um að allt sé í lagi?
Hvað mynduð þið gera?