Page 1 of 1

Lágt OG í stærri bjórum

Posted: 30. Jul 2012 13:13
by Hekk
Mig langaði til að spyrja ráða... ég virðist ekki ná áætluðu OG í bjórum sem eru yfir 1.060.

Var t.d. að gera einn IPA og áætlað OG var 1.068 en endaði með 1.062.

Kanski ekki stór munur en mig langar að hitta rétt á tölurnar....

Ég meski í poka, kreysti vel og skola hann svo með um 60°C vatni í tunnu og læt svo leka af.

Með þessa síðustu lögun var ég kanski heldur tæpur á magni meskivatns og var ekki með nema um 12l af virti eftir að ég hífði upp úr og kreysti.

Getur það haft áhrif?

Væri ráð að skola með heitara vatni næst?

Ég hitti ágætlega á áætlað magn vatns í löguninni og var frekar með minna en meira.

Hafið þið unnið út úr svipuðum "vandamálum"?

Re: Lágt OG í stærri bjórum

Posted: 30. Jul 2012 13:18
by hrafnkell
Nýtnin fer alltaf niður eftir því sem OG fer upp. Það ætti þó ekki að kicka inn fyrr en í kringum 1070, eða gerir það amk ekki hjá mér.

Þegar þú skolar pokann, prófaðu að nota heitara vatn, eða um 80°C. Það ætti að koma korninu í mashout hitastig og hjálpa þér að ná nokkrum auka gravity punktum. Leyfðu því svo að liggja í vatninu í 5-10mín áður en þú hífir upp og lætur renna af/kreistir.

Re: Lágt OG í stærri bjórum

Posted: 30. Jul 2012 13:31
by Hekk
ég hef alltaf bara skolað kornið, læt það liggja í vatninu næst og sé hvað gerist.

takk fyrir ábendinguna.

Re: Lágt OG í stærri bjórum

Posted: 30. Jul 2012 13:54
by hrafnkell
Ég skola aldrei og er í 70-75% nýtni, en ég hækka alltaf hitann í uþb 75 gráður áður en ég tek pokann uppúr.

Re: Lágt OG í stærri bjórum

Posted: 31. Jul 2012 16:59
by gunnarolis
Skolaðu með heitara vatni. Ekki fara yfir 80° því að þá áttu á hættu að fara að draga tannín úr malthýðinu.

Ertu viss um að talan sem þú setur inn fyrir nýtni sé rétt? Ef að þú setur inn of háa nýtnitölu í Beersmith þegar þú reiknar út uppskriftina, þá ertu alltaf að fá of hátt fræðilegt OG útúr forritinu.

Ef maður veit ekki nýtnina sína er betra að vera með of lága nýtnitölu og þynna út, heldur en að vera alltaf undir því sem maður ætlaði.

Það er rétt hjá Hrafnkeli að nýtnin fer alltaf niður eftir því sem OG fer upp, en 1.068 er samt ekki það rosalega hátt að þú ættir að sjá verulegan mun. Mitt gisk er að þú sért að reikna með meiri nýtni heldur en þú ert að fá í raun og veru...